Hlaðvarp Iðunnar
Hlaðvarp Iðunnar er fyrir fagfólk í iðnaði og þá sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á sviði iðngreina. Tekin eru viðtöl við sérfræðinga, kennara og fólk úr atvinnulífinu sem miðla þekkingu sinni og vekja áhuga á möguleikum starfsmenntunar og framþróunar innan iðnaðarins.
Episodes

Tuesday May 31, 2022
Stafræn hæfni með Evu Karen Þórðardóttur framkvæmdastjóra Stafræna hæfniklasans
Tuesday May 31, 2022
Tuesday May 31, 2022
Eva Karen Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Stafræna hæfniklasans, er sannfærð um að stafrænar lausnir eigi erindi við fyrirtæki í iðnaði. Hún segir iðnaðinn mislangt á veg kominn í innleiðingu stafrænna lausna og bendir á að Stafræni hæfniklasinn bjóði iðnfyrirtækjum upp á að greina og koma auga á möguleika til innleiðingar, en einnig að greina stafræna hæfni starfsmanna.

Sunday May 15, 2022
Nám í bíliðngreinum með þeim Ólafi og Hreini fagstjórum í Borgarholtsskóla
Sunday May 15, 2022
Sunday May 15, 2022
Í þessum þætti ræðir Sigurður Svavar Indriðason leiðtogi bílgreina hjá Iðunni við þá félaga Hrein Á. Óskarsson og Ólaf G. Pétursson fagstjóra í bíliðngreinum við Borgarholtsskóla. Þeir hafa þurft að aðlaga sig gríðarlega að heftandi skipulagi síðustu ára og segja bíliðngreinarnar koma vel undan þeim tíma. Framundan séu spennandi tímar þar sem atvinnulifið og skólinn þurfa að taka heiðarlegt samtal um framtíðina. Þetta er skemmtilegt og fræðandi spjall þar sem þeir félagar tala af ástríðu um stöðuna og framtíðarhorfur í bíliðngreinum.

Sunday May 08, 2022
Sunday May 08, 2022
Thor Ólafsson er reynslumikill stjórnendaráðgjafi og stofnandi fyrirtækisins Strategic Leadership sem er með starfsemi víða um heim. Í þessu fróðlega viðtali kynnir Thor okkur fyrir hugmyndum sínum um stjórnun og mikilvægi þess að starfsmenn og stjórnendur geri sér grein fyrir eigin „egói“ og áhrifum þess. Thor er um þessar mundir að gefa út bókina Beyound Ego. The inner compass of counscious leadership. Bókin er aðgengileg á Amazon og dagana 12.-14. maí nk. verður hægt að sækja hana endurgjaldslaust í stafrænni útgáfu.

Monday May 02, 2022
Monday May 02, 2022
Grímur Kolbeinsson ræðir við Pál Ketilsson útgefanda Víkurfrétta um ferilinn, fjölmiðlun og tækniþróun í útgáfu.

Friday Apr 22, 2022
Friday Apr 22, 2022
Andri Már Helgason, vörustjóri hjá viðskiptalausnum Advania, spjallar við okkur um viðskiptalausnir í skýinu.

Wednesday Apr 13, 2022
AutoDesk forritin með Finni Fróðasyni arkitekt hjá Cad teiknistofu
Wednesday Apr 13, 2022
Wednesday Apr 13, 2022
Í þessu hlaðvarpi ræðir Gústaf A. Hjaltason ábyrgðarmaður suðumála hjá IÐUNNI við Finn Fróðason arkitekt. Þeir ræða meðal annars um möguleika AutoDesk forritanna fyrir iðnaðinn og hvernig á að nýta möguleika hvers forrits sem best.

Wednesday Mar 30, 2022
Rekstur og hönnun með Hjalta Karlssyni hönnuði í New York
Wednesday Mar 30, 2022
Wednesday Mar 30, 2022
Hjalti Karlsson fór til náms til Bandaríkjanna og rekur nú hönnunarfyrirtæki í New York. Hann er hér í spjalli við Grím Kolbeinsson um námið, fyrirtækjarekstur, búsetuna erlendis og þau tækifræri sem liggja í hönnun.

Thursday Mar 24, 2022
Rafeldsneyti með Jóni Heiðari Ríkharðssyni, vélaverkfræðingi hjá EFLU
Thursday Mar 24, 2022
Thursday Mar 24, 2022
Hér ræðir Sigurður Svavar Indriðason sviðstjóri bilgreinasviðs IÐUNNAR við Jón Heiðar Ríkharðsson vélaverkfræðingu um hvað rafeldsneyti er og hversu stóran þátt mun það eiga í orkuskiptum hér á landi. Umræðan hefur snúist mikið til um bíliðnaðinn og skiptin frá brunaheyfilsbílum yfir í rafbíla. En hvað með allar aðrar samgöngur og flutningsmáta og hver er framtíðin í þeim efnum?



