Hlaðvarp Iðunnar
Hlaðvarp Iðunnar er fyrir fagfólk í iðnaði og þá sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á sviði iðngreina. Tekin eru viðtöl við sérfræðinga, kennara og fólk úr atvinnulífinu sem miðla þekkingu sinni og vekja áhuga á möguleikum starfsmenntunar og framþróunar innan iðnaðarins.
Episodes

Thursday Oct 06, 2022
Forvarnarstarf Virk með Ingibjörgu Loftsdóttur sviðstjóra forvarna hjá Virk
Thursday Oct 06, 2022
Thursday Oct 06, 2022
Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri forvarna hjá Virk er hér í mjög fræðandi viðtali um það hvernig starfsumhverfi hefur áhrif á líðan og afköst starfsmanna. Hvaða leiðir stjórnendur geta farið til að viðhalda trausti og opnum samskiptum og hvernig hægt er að bregðast við ef starfsmaður þarf stuðning til að takast á við erfiðleika.

Thursday Sep 29, 2022
Heimsmeistaramót ungra bakara, með Finni Ívarssyni og Haraldi Þorvaldssyni
Thursday Sep 29, 2022
Thursday Sep 29, 2022
Ísland átti tvo fulltrúa á heimsmeistaramóti ungra bakara, þá Finn Guðberg Ívarsson og Matthías Jóhannesson. Mótið fór fram í Berlín og höfnuðu þeir félagar í 4. sæti. Þetta var í fyrsta skipti sem Ísland tók þátt í mótinu. Ólafur Jónsson spjallar hér við Finn og þjálfara liðsins, Harald Árna Þorvaldsson fagkennara í bakaraiðn um tildrög keppninnar, undirbúning og gott gengi.

Thursday Sep 22, 2022
Myndlæsi, gervigreind og útgáfa bóka með Bergrúnu Írisi mynd- og rithöfundi
Thursday Sep 22, 2022
Thursday Sep 22, 2022
Bergrún Íris Sævarsdóttir mynd- og rithöfundur ræðir um blómlega útgáfu barna- og unglingabóka, gervigreind og list og skort á stuðningi stjórnvalda við íslenska teiknara. Myndlæsi sé afar mikilvægt vaxandi kynslóð í heimi þar sem úir og grúir af fölskum fréttum, myndskeiðum og upplýsingum.

Thursday Sep 15, 2022
Heimsmeistaramótið í kjötskurði með Jóni Gísla Jónssyni, kjötiðnaðarmanni
Thursday Sep 15, 2022
Thursday Sep 15, 2022
Landslið kjötiðnaðarmanna er nýkomið heim frá því að taka þátt í heimsmeistaramóti í kjötskurði sem fór fram í Sacaramento í Bandaríkjunum. Þrettán þjóðir keppa á mótinu og er íslenska liðið eina Norðurlandaþjóðin sem tekur þátt. Jón Gísli Jónsson landsliðamaður er hér í skemmtilegu og fræðandi viðtali um aðdraganda, keppnina sjálfa og þá möguleika sem hún gefur.

Friday Sep 02, 2022
Friday Sep 02, 2022
Harpa Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Hoobla er hér í skemmtilegu og fræðandi spjalli um möguleika lítilla og meðalstórra iðnfyrirtækja að ráða til sín stjórnendur í tímabundið starf eða lágt starfshlutfall. Hún nefnir að studnum skapist álagspunktar í rekstri eða þörf fyrir tímabundna ráðningu og þá sé gott að geta leitað til þjónustu eins og Hoobla.

Monday Jul 04, 2022
Netöryggi og öryggismat með Sigurmundi P. Jónssyni ráðgjafa hjá Origo
Monday Jul 04, 2022
Monday Jul 04, 2022
Það geta öll fyrirtæki orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótum segir Sigurmundur Páll Jónsson ráðgjafi hjá Origo, líka iðnfyrirtæki. Hann fer hér yfir af hverju mikilvægt er að hafa tölvuöryggsimál á hreinu og kynnir til sögunnar öryggismat sem metur stöðu hvers fyrirtækis. Með því fæst yfirsýn yfir tölvuöryggi og hvar mögulegir öryggisbrestir liggja. Tölvuþrjótar eru nefnilega, að hans sögn, ekkert að hugsa um stærð eða svið fyrirtækisins heldur bara hvar auðveldast er að brjótast inn.

Thursday Jun 23, 2022
Samtök íslenskra eimingarhúsa með Evu Maríu Sigurbjörnsdóttur formanni samtakanna
Thursday Jun 23, 2022
Thursday Jun 23, 2022
Samtök íslenskra eimingarhúsa voru stofnuð til að standa vörð um íslenska áfengisframleiðslu. Eva María Sigurbjörnsdóttir líffræðingur er formaður samtakanna og er hún hér í einkar fræðandi spjalli um tilburð samtakanna, markmið þeirra og íslenska áfengisframleiðslu. Einnig er Eva María mjög fróð um sögu áfengisframleiðslu og neyslu Íslendinga í gengum árin. Skemmtilegt og líflegt spjall.

Monday Jun 13, 2022
Nýsköpun í málaraiðn - alþjóðaverkefni þrettán landa.
Monday Jun 13, 2022
Monday Jun 13, 2022
Þau Rakel Steinvör Hallgrímsdóttir náms- og starfsráðgjafi, Ólafur Ástgeirsson, leiðtogi bygginga- og mannvirkjagreina og Ásgeir Valur Einarsson verkefnastjóri á bygginga- og mannvirkjasviði eru fulltrúar alþjóðaverkefnis um nýsköpun í málariðan. Að verkefninu koma 23 aðilar frá 13 löndum. Hér fjalla þau um verkefnið og þá möguleika sem koma út úr slíku samstarfi.



