Hlaðvarp Iðunnar
Hlaðvarp Iðunnar er fyrir fagfólk í iðnaði og þá sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á sviði iðngreina. Tekin eru viðtöl við sérfræðinga, kennara og fólk úr atvinnulífinu sem miðla þekkingu sinni og vekja áhuga á möguleikum starfsmenntunar og framþróunar innan iðnaðarins.
Episodes

Tuesday Jan 17, 2023
Tuesday Jan 17, 2023
Fyrsti gestur Kristjönu í nýrri seríu um nýsköpun er Róbert Helgason framkvæmdastjóri KOT sem er íslenskt fyrirtæki sem þróar leiðandi vefhugbúnað fyrir byggingariðnað og fasteignamarkaðinn.
Markmið Róberts er að bjóða upp á gagnvirka lausn sem býður upp á góða yfirsýn við sölu stærri fasteignaverkefna hér heima og á erlendum mörkuðum.

Monday Dec 19, 2022
Monday Dec 19, 2022
Jafnlaunavottun er ætlað að vinna gegn kynbundnum launamun á íslenskum vinnumarkaði og stuðla þannig að jafnrétti kynjanna. Sigríður Lovísa Jónsdóttir, gæðastjóri launa og jafnlaunavottunar hjá Brimborg, er hér í fræðandi spjalli, en hún skrifaði BA ritgerð sina um jafnlaunavottun. Það sem kom á óvart var hve gagnleg vottunin er fyrir fyrirtækið ekki síður en stafsmenn þeirra.

Wednesday Dec 07, 2022
Wednesday Dec 07, 2022
Eyjólfur Baranson gæða- og öryggsistjóri Arnarhvols er hér í fróðlegu og skemmtilegu spjalli um gæða- og öryggismál í byggingariðnaði. Hann telur að stundum sé erfitt að koma auga á fjárhagslegan ávinning af notkun gæðakerfa en sé það notað sem stjórntæki t.d. við framkvæmd, kostnaðareftirlit, framkvæmdaeftirlit og verkáætlun, komi ávinningurinn fljótlega í ljós.

Friday Dec 02, 2022
Friday Dec 02, 2022
Óli Jóns er með víðtæka reynslu þegar kemur að markaðsetningu og ráðgjöf. Hér útskýrir hann vel hvaða ávinningur felst í því að skrá fyrirtæki rétt á netinu. Það er afar mikilvægt að koma upp í leitinni þegar væntanlegur viðskiptavinur leitar að þjónustu á netinu og til þess eru ákveðnar leiðir farnar. Virkilega fróðlegt og skemmtilegt spjall.

Wednesday Nov 23, 2022
Orkuskipti í bíliðnaði með Jónasi K. Eiríkssyni forstöðumanni vörustýringar hjá Öskju
Wednesday Nov 23, 2022
Wednesday Nov 23, 2022
Jónas Kári Eiríksson ræðir hér við Sigurð S. Indriðason um rafvæðingu bílaflota Íslensinga og stöðu markaðarins. Hann ræðir einnig um þróun rafhlaðna og hvert hún stefnir.

Thursday Nov 03, 2022
Umbrot er nátengt myndlist með Jóni Óskari myndlistarmanni
Thursday Nov 03, 2022
Thursday Nov 03, 2022
Jón Óskar myndlistarmaður er hér í fróðlegu spjalli við Grím Kolbeinsson. Jón Óskar segist hafa rambað í nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Þar fann hann þó fljótt sína fjöl og með náminu fór hann fljótt að vinna við umbrot dagblaða. Hann starfaði á Vísi og á Helgarpóstnum og hefur frá mörgu skemmtilegu að segja.

Thursday Oct 20, 2022
Thursday Oct 20, 2022
Byggjum grænni framtíð er samstarfsverkefni stjórnvalda og hagaðila byggingariðnaðarins um vistvænni mannvirkjagerð en það á meðal annars rætur sínar að rekja til aðgerðar C.3 í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS er hér í fróðlegu spjalli við Ólaf Ástgeirsson leiðtoga bygginga- og mannvirkjagreina hjá Iðunni. Hún fer ítarlega í vinnu samráðhóps og hvernig þau flokkuðu aðgerðir niður í flokka.

Friday Oct 14, 2022
Flokkun og endurvinnsla málma með Högna Auðunssyni hjá Málma
Friday Oct 14, 2022
Friday Oct 14, 2022
"Það eru verðmæti í öllu brotajárni" segir Högni Auðunsson eigandi Málma sem er hér í fræðandi spjalli við Sigursvein Óskar, nýjan stjórnanda málm- og véltækni hluta Augnabliks í iðnaði. Fyritækið keppist við að kaupa málma af fólki sem oft áttar sig ekki á þeim verðmætum sem í þeim liggja.



