Hlaðvarp Iðunnar
Hlaðvarp Iðunnar er fyrir fagfólk í iðnaði og þá sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á sviði iðngreina. Tekin eru viðtöl við sérfræðinga, kennara og fólk úr atvinnulífinu sem miðla þekkingu sinni og vekja áhuga á möguleikum starfsmenntunar og framþróunar innan iðnaðarins.
Episodes

Friday Dec 02, 2022
Friday Dec 02, 2022
Óli Jóns er með víðtæka reynslu þegar kemur að markaðsetningu og ráðgjöf. Hér útskýrir hann vel hvaða ávinningur felst í því að skrá fyrirtæki rétt á netinu. Það er afar mikilvægt að koma upp í leitinni þegar væntanlegur viðskiptavinur leitar að þjónustu á netinu og til þess eru ákveðnar leiðir farnar. Virkilega fróðlegt og skemmtilegt spjall.

Wednesday Nov 23, 2022
Orkuskipti í bíliðnaði með Jónasi K. Eiríkssyni forstöðumanni vörustýringar hjá Öskju
Wednesday Nov 23, 2022
Wednesday Nov 23, 2022
Jónas Kári Eiríksson ræðir hér við Sigurð S. Indriðason um rafvæðingu bílaflota Íslensinga og stöðu markaðarins. Hann ræðir einnig um þróun rafhlaðna og hvert hún stefnir.

Thursday Nov 03, 2022
Umbrot er nátengt myndlist með Jóni Óskari myndlistarmanni
Thursday Nov 03, 2022
Thursday Nov 03, 2022
Jón Óskar myndlistarmaður er hér í fróðlegu spjalli við Grím Kolbeinsson. Jón Óskar segist hafa rambað í nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Þar fann hann þó fljótt sína fjöl og með náminu fór hann fljótt að vinna við umbrot dagblaða. Hann starfaði á Vísi og á Helgarpóstnum og hefur frá mörgu skemmtilegu að segja.

Thursday Oct 20, 2022
Thursday Oct 20, 2022
Byggjum grænni framtíð er samstarfsverkefni stjórnvalda og hagaðila byggingariðnaðarins um vistvænni mannvirkjagerð en það á meðal annars rætur sínar að rekja til aðgerðar C.3 í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS er hér í fróðlegu spjalli við Ólaf Ástgeirsson leiðtoga bygginga- og mannvirkjagreina hjá Iðunni. Hún fer ítarlega í vinnu samráðhóps og hvernig þau flokkuðu aðgerðir niður í flokka.

Friday Oct 14, 2022
Flokkun og endurvinnsla málma með Högna Auðunssyni hjá Málma
Friday Oct 14, 2022
Friday Oct 14, 2022
"Það eru verðmæti í öllu brotajárni" segir Högni Auðunsson eigandi Málma sem er hér í fræðandi spjalli við Sigursvein Óskar, nýjan stjórnanda málm- og véltækni hluta Augnabliks í iðnaði. Fyritækið keppist við að kaupa málma af fólki sem oft áttar sig ekki á þeim verðmætum sem í þeim liggja.

Thursday Oct 06, 2022
Forvarnarstarf Virk með Ingibjörgu Loftsdóttur sviðstjóra forvarna hjá Virk
Thursday Oct 06, 2022
Thursday Oct 06, 2022
Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri forvarna hjá Virk er hér í mjög fræðandi viðtali um það hvernig starfsumhverfi hefur áhrif á líðan og afköst starfsmanna. Hvaða leiðir stjórnendur geta farið til að viðhalda trausti og opnum samskiptum og hvernig hægt er að bregðast við ef starfsmaður þarf stuðning til að takast á við erfiðleika.

Thursday Sep 29, 2022
Heimsmeistaramót ungra bakara, með Finni Ívarssyni og Haraldi Þorvaldssyni
Thursday Sep 29, 2022
Thursday Sep 29, 2022
Ísland átti tvo fulltrúa á heimsmeistaramóti ungra bakara, þá Finn Guðberg Ívarsson og Matthías Jóhannesson. Mótið fór fram í Berlín og höfnuðu þeir félagar í 4. sæti. Þetta var í fyrsta skipti sem Ísland tók þátt í mótinu. Ólafur Jónsson spjallar hér við Finn og þjálfara liðsins, Harald Árna Þorvaldsson fagkennara í bakaraiðn um tildrög keppninnar, undirbúning og gott gengi.

Thursday Sep 22, 2022
Myndlæsi, gervigreind og útgáfa bóka með Bergrúnu Írisi mynd- og rithöfundi
Thursday Sep 22, 2022
Thursday Sep 22, 2022
Bergrún Íris Sævarsdóttir mynd- og rithöfundur ræðir um blómlega útgáfu barna- og unglingabóka, gervigreind og list og skort á stuðningi stjórnvalda við íslenska teiknara. Myndlæsi sé afar mikilvægt vaxandi kynslóð í heimi þar sem úir og grúir af fölskum fréttum, myndskeiðum og upplýsingum.