Hlaðvarp Iðunnar
Hlaðvarp Iðunnar er fyrir fagfólk í iðnaði og þá sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á sviði iðngreina. Tekin eru viðtöl við sérfræðinga, kennara og fólk úr atvinnulífinu sem miðla þekkingu sinni og vekja áhuga á möguleikum starfsmenntunar og framþróunar innan iðnaðarins.
Episodes

Thursday Feb 23, 2023
Thursday Feb 23, 2023
Hugverk eru hugmyndir sem búið er að útfæra og eru verðmætar fyrir vöxt og velgengni fyrirtækja. Með því að vernda hugmyndirnar og nýta sér kosti markaðsetningar tengja viðskiptavinir vörumerki eða hönnun við t.d. vöruverð, gæði og góða þjónustu og skapa þannig traust til fyrirtækisins. Hér er á ferðinni mjög fróðlegt spjall um hugverk og einkaleyfi.

Monday Feb 20, 2023
Saga veitingareksturs og matreiðslu á Íslandi, með Nönnu Rögnvaldardóttur
Monday Feb 20, 2023
Monday Feb 20, 2023
Hér er á ferðinni fyrsti þáttur í röð hlaðvarpa sem eru lokaverkefni þeirra Dóru Svavarsdóttur og Þyrnis Hálfdánarsonar matreiðslumeistara og nema við Menntavísindasvið HÍ. Þættina unnu þau í samvinnu við Iðuna og fjalla um matreiðslunám, þá, nú og um alla framtíð.
Fyrsta hlaðvarpið fjallar um sögu veitingareksturs og matreiðslu á Íslandi.

Friday Feb 10, 2023
Alþjóðleg bókahönnunarverðlaun, með Antoni J. Illugasyni grafískum hönnuði
Friday Feb 10, 2023
Friday Feb 10, 2023
Alþjóðleg bókahönnunarverðlaun, með Antoni J. Illugasyni grafískum hönnuði by IÐAN fræðsluetur

Thursday Feb 02, 2023
Umhverfisvæn framleiðsla á Metanóli, með Ómari Sigurbjörnssyni markaðsstjóra CRI
Thursday Feb 02, 2023
Thursday Feb 02, 2023
Ómar Sigurbjörnsson er markaðsstjóri CRI. Hann er hér í fróðlegu spjalli um fyrirtækið sem stofnað var árið 2006 af tveimur Íslendingum og tveimur Bandaríkjamönnum sem vildi láta á það reyna að framleiða Metanol með efnahvarfi koldíoxíðs við vetni. Íslenskt hugvit sem vakið hefur heimsathygli.

Tuesday Jan 17, 2023
Tuesday Jan 17, 2023
Helena Jónsdóttir sálfræðingur er hér í fróðlegu spjalli um geðheilgbriði á vinnustöðum og þann ómeðhöndlaða geðvanda sem gjarnar leiðir til kosnaðarsamra vandamála á borð við veikinda, minnkandi frmleiðni og aukna starfsmannaveltu. Þá er ótalin þjáning þeirra sem við vandann glíma og fjölskyldna þeirra. 25% af fólki þjáist af geðvanda, flestir þeirra fullorðnir og starfa á vinnumarkaði. Með því að kortleggja stöðuna á þínum vinnustað getur þú sett geðheilbriðgi í forgang.

Tuesday Jan 17, 2023
Tuesday Jan 17, 2023
Fyrsti gestur Kristjönu í nýrri seríu um nýsköpun er Róbert Helgason framkvæmdastjóri KOT sem er íslenskt fyrirtæki sem þróar leiðandi vefhugbúnað fyrir byggingariðnað og fasteignamarkaðinn.
Markmið Róberts er að bjóða upp á gagnvirka lausn sem býður upp á góða yfirsýn við sölu stærri fasteignaverkefna hér heima og á erlendum mörkuðum.

Monday Dec 19, 2022
Monday Dec 19, 2022
Jafnlaunavottun er ætlað að vinna gegn kynbundnum launamun á íslenskum vinnumarkaði og stuðla þannig að jafnrétti kynjanna. Sigríður Lovísa Jónsdóttir, gæðastjóri launa og jafnlaunavottunar hjá Brimborg, er hér í fræðandi spjalli, en hún skrifaði BA ritgerð sina um jafnlaunavottun. Það sem kom á óvart var hve gagnleg vottunin er fyrir fyrirtækið ekki síður en stafsmenn þeirra.

Wednesday Dec 07, 2022
Wednesday Dec 07, 2022
Eyjólfur Baranson gæða- og öryggsistjóri Arnarhvols er hér í fróðlegu og skemmtilegu spjalli um gæða- og öryggismál í byggingariðnaði. Hann telur að stundum sé erfitt að koma auga á fjárhagslegan ávinning af notkun gæðakerfa en sé það notað sem stjórntæki t.d. við framkvæmd, kostnaðareftirlit, framkvæmdaeftirlit og verkáætlun, komi ávinningurinn fljótlega í ljós.