Hlaðvarp Iðunnar
Hlaðvarp Iðunnar er fyrir fagfólk í iðnaði og þá sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á sviði iðngreina. Tekin eru viðtöl við sérfræðinga, kennara og fólk úr atvinnulífinu sem miðla þekkingu sinni og vekja áhuga á möguleikum starfsmenntunar og framþróunar innan iðnaðarins.
Episodes

Tuesday May 30, 2023
Tuesday May 30, 2023
Upplýsingagjöf í sjálfbærni felur í sér hvernig við komum á framfæri þeim upplýsingum sem við erum að safna um sjálfbærniþætti og tilgreinir þau markmið og stefnur sem settar eru varðandi m.a. kolefnisspor, loftlagsmál og starfsmannastefnu. Hér spjallar Ásgeir Valur Einarsson leiðtogi sjálfbærni hjá Iðunni við Snjólaugu Ólafsdóttur sviðstjóra sjálfbærniráðgjafar hjá Ernst & Young.

Wednesday May 10, 2023
Þrengt að blaðaljósmyndun, með Vilhelm Gunnarssyni blaðaljósmyndara
Wednesday May 10, 2023
Wednesday May 10, 2023
Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari ræðir um framtíð blaðaljósmyndunar og minnkandi aðgengi ljósmyndara að því að skrá söguna. Það sé hætta á því að lítið sé myndað af daglegu lífi fólks nú þegar Fréttablaðið er horfið af vettvangi. Hann ræðir einnig sannar og ósannar myndir, gervigreind og það sem stóð upp úr á liðnu ári í ljósmyndun.

Tuesday Apr 25, 2023
Tuesday Apr 25, 2023
Háskóli Íslands býður upp á nám í kennsluréttindum sérhannað að þeim sem eru að fara að kenna starfsgrein í framhaldsskóla. Um er að ræða 60 eininga diplómanám á grunnstigi og geta þátttakendur sótt um leyfisbréf að hjá Menntamálastofnun að því loknu. Leyfisbréfið gildir í leik,- grunn- og framhaldsskóla.

Wednesday Apr 19, 2023
Staðlar eru ferskvara, með Helgu Sigrúnu Harðardóttur framkvæmdastjóra Staðlaráðs
Wednesday Apr 19, 2023
Wednesday Apr 19, 2023
Staðlar eru allt í kringum okkur án þess að við höfum endilega hugmynd um það. Þeir fjalla um allt milli himins og jarðar og geta verið alþjóðlegir, evrópskir, íslenskir, danskir eða tilheyrt einstökum atvinnugreinum.
Helga segir það enga tilviljun að kreditkortin okkar eða snjallgreiðslur virka alls staðar í heiminum, að snjalltækin okkar geta talað saman, að metrinn er alls staðar jafn langur og að við getum keypt staðlaðar stærðir af dekkjum. Þetta séu allt staðlar sem auðvelda okkur lífið. „Mikilvægi þeirra birtist í því fyrir almenning að við erum örugg, hlutirnir okkar virka og eru af lágmarksgæðum“ segir hún.

Monday Apr 03, 2023
Monday Apr 03, 2023
Þórdís Björgvinsdóttir og Ágúst Bjarkarson reka fyrirtækið 3D verk og þó að það sé frekar nýtt af nálinni er nóg að gera hjá þeim. Í þessu fróðelga og skemmtilega spjalli fræða þau okkur um hvernig hægt er að nota þrívíddarprentun í íslenskum iðnaði og hverjir eru möguleikar og kostir við slíka notkun.

Thursday Mar 23, 2023
Thursday Mar 23, 2023
Hér er á ferðinni annar þáttur í röð hlaðvarpa sem eru lokaverkefni þeirra Dóru Svavarsdóttur og Þyrnis Hálfdánarsonar matreiðslumeistara og nema við Menntavísindasvið HÍ. Þættina unnu þau í samvinnu við Iðuna og fjalla um matreiðslunám, þá, nú og um alla framtíð.
Annar þátturinn fjallar um formlega menntun matreiðslumanna á Íslandi

Friday Mar 10, 2023
Friday Mar 10, 2023
Óskar Grétarsson leiðtogi málm- og véltæknigreina hjá Iðunni spjallar hér við Jóhannes Steinar Kristjánsson þjónustustjóra HD, en fyrirtækið er farið að nota gervigreind til að meta ástand á búnaði í stað þess að nota titringsmælingar.

Tuesday Feb 28, 2023
Tuesday Feb 28, 2023
Nanna ræðir hér um mikilvægi nýsköpunar í íslenskum iðnaði, stuðning stjórnvalda og sýn Samtaka iðnaðarins á framtíðina. Fjárfesting í rannsóknum og þróun og sérfræðiþekkingu er lykill að aukinni nýsköpun í íslensku atvinnulífi.