Hlaðvarp Iðunnar
Hlaðvarp Iðunnar er fyrir fagfólk í iðnaði og þá sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á sviði iðngreina. Tekin eru viðtöl við sérfræðinga, kennara og fólk úr atvinnulífinu sem miðla þekkingu sinni og vekja áhuga á möguleikum starfsmenntunar og framþróunar innan iðnaðarins.
Episodes

Tuesday Dec 12, 2023
Rafvæðing stærri bíla, með Agli Jóhannssyni forstjóra Brimborgar
Tuesday Dec 12, 2023
Tuesday Dec 12, 2023
Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar er hér í skemmtilegu og fróðlegu spjalli um rafvæðingu stærri bíla bæði með tilliti til stöðunnar í dag en einnig þá möguleika sem framtíðin býr yfir. Sigurður Svavar Indirðason, leiðtogi bílgreina hjá Iðunni stýrir þættinum.

Wednesday Dec 06, 2023
Erno Viitanen from Stadin AO in Finland
Wednesday Dec 06, 2023
Wednesday Dec 06, 2023
In this episode we learn about the Finnish impression on the Icelandic workplace, vocational educational systems, and the importance of international collaboration. Helen Gray, leader of international projects at Iðan talks to Erno who visited us through Erasmus+

Monday Nov 20, 2023
Fræðslugreiningar í fyrirtækjum, með Evu Karen Þórðardóttur eiganda Effect
Monday Nov 20, 2023
Monday Nov 20, 2023
Eva Karen Þórðardóttir eigandi Effect hefur þróað verkfæri sem greinir hæfni starfsfólks og skilar persónulegri fræðsluáætlun til fyrirtækis, niður á hvern starfsmann. Þannig fæst betri yfirsýn yfir hæfnigatið sem liggur innan fyrirtækisins.
Starfsfólk sér þá hvar það er statt og hvar það stendur miðað við sitt teymi. Þarna er því verkfæri til að sjá betur hvar hver og einn stendur. Starfsfólk getur sett sér markmið um eigin fræðslu og haldið betur utan um fræðsluna sem það hefur lokið.

Thursday Nov 09, 2023
Thursday Nov 09, 2023
Hjalti Halldórsson er bifreiðasmiður og einn af tveimur eigendum HS bílaréttingar og sprautun. Hann er hér í fróðlegu viðtali við Sigurð Svavar Indriðason, leiðtoga bílgreina hjá Iðunni um filmun og húðun á lakk bifreiða.

Thursday Nov 02, 2023
Tim Schaumburg from Kassel in Germany
Thursday Nov 02, 2023
Thursday Nov 02, 2023
"Mobility Beyond Borders" explores workplace culture, vocational education, and workplace inclusion with insights from Tim Schaumburg, a German public administration intern.

Thursday Oct 26, 2023
Thursday Oct 26, 2023
Sindri Ólafsson verkfræðingur er tæknistjóri gervigreindar hjá Marel. Hann er hér í skemmtilegu og fróðlegu spjalli við Kristjönu Guðbrandsdóttur leiðtoga nýsköpunar hjá Iðunni um starfið og helstu áskoranir framtíðarinnar.

Wednesday Oct 04, 2023
Nýtt ráðuneyti og starfsmannamál, með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ráðherra
Wednesday Oct 04, 2023
Wednesday Oct 04, 2023
Í tilefni mannauðsdagsins 6. október 2023 ræddi Íris Sigtryggsdóttir við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þær ræddu um þær áskoranir sem Áslaug Arna stóð frammi fyrir við myndun nýs ráðuneytis á gerbreyttum grunni. Áslaug Arna ræddi sérstaklega um hvernig hún stýrir starfsmannamálum í sínu ráðuneyti, leggur áherslu á að byggja upp sterka vinnumenningu og verkefnamiðað starfsumhverfi.

Wednesday Jul 19, 2023
Rekstur prentsmiðju á Egilsstöðum, með Gunnhildi Ingvarsdóttur eiganda Héraðsprents
Wednesday Jul 19, 2023
Wednesday Jul 19, 2023
Hjónin Gunnhildur Ingvarsdóttir og Þráinn Skarphéðinsson hafa rekið Héraðsprent í rúm 50 ár.
Gunnhildur er hér í afar skemmtilegu og fræðandi viðtali við Kristjönu Guðbrandsdóttur, leiðtoga prent- og miðlunar hjá Iðunni, um rekstur og þróun prentsmiðjunnar.



