Hlaðvarp Iðunnar
Hlaðvarp Iðunnar er fyrir fagfólk í iðnaði og þá sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á sviði iðngreina. Tekin eru viðtöl við sérfræðinga, kennara og fólk úr atvinnulífinu sem miðla þekkingu sinni og vekja áhuga á möguleikum starfsmenntunar og framþróunar innan iðnaðarins.
Episodes

Thursday Nov 09, 2023
Thursday Nov 09, 2023
Hjalti Halldórsson er bifreiðasmiður og einn af tveimur eigendum HS bílaréttingar og sprautun. Hann er hér í fróðlegu viðtali við Sigurð Svavar Indriðason, leiðtoga bílgreina hjá Iðunni um filmun og húðun á lakk bifreiða.

Thursday Nov 02, 2023
Tim Schaumburg from Kassel in Germany
Thursday Nov 02, 2023
Thursday Nov 02, 2023
"Mobility Beyond Borders" explores workplace culture, vocational education, and workplace inclusion with insights from Tim Schaumburg, a German public administration intern.

Thursday Oct 26, 2023
Thursday Oct 26, 2023
Sindri Ólafsson verkfræðingur er tæknistjóri gervigreindar hjá Marel. Hann er hér í skemmtilegu og fróðlegu spjalli við Kristjönu Guðbrandsdóttur leiðtoga nýsköpunar hjá Iðunni um starfið og helstu áskoranir framtíðarinnar.

Wednesday Oct 04, 2023
Nýtt ráðuneyti og starfsmannamál, með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ráðherra
Wednesday Oct 04, 2023
Wednesday Oct 04, 2023
Í tilefni mannauðsdagsins 6. október 2023 ræddi Íris Sigtryggsdóttir við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þær ræddu um þær áskoranir sem Áslaug Arna stóð frammi fyrir við myndun nýs ráðuneytis á gerbreyttum grunni. Áslaug Arna ræddi sérstaklega um hvernig hún stýrir starfsmannamálum í sínu ráðuneyti, leggur áherslu á að byggja upp sterka vinnumenningu og verkefnamiðað starfsumhverfi.

Wednesday Jul 19, 2023
Rekstur prentsmiðju á Egilsstöðum, með Gunnhildi Ingvarsdóttur eiganda Héraðsprents
Wednesday Jul 19, 2023
Wednesday Jul 19, 2023
Hjónin Gunnhildur Ingvarsdóttir og Þráinn Skarphéðinsson hafa rekið Héraðsprent í rúm 50 ár.
Gunnhildur er hér í afar skemmtilegu og fræðandi viðtali við Kristjönu Guðbrandsdóttur, leiðtoga prent- og miðlunar hjá Iðunni, um rekstur og þróun prentsmiðjunnar.

Thursday Jul 13, 2023
Ungt fólk í iðnaði, með Margréti Arnarsdóttur formanni IÐN-UNG
Thursday Jul 13, 2023
Thursday Jul 13, 2023
Margrét Arnarsdóttir rafvirki og formaður IÐN-UNG segir mikilvægt að hlusta á raddir ungs fólks í iðnaði. Margrét er hér í skemmtilegu og fróðlegu spjalli um IÐN-UNG, hlutverk þess og framtíðarplön.

Thursday Jun 29, 2023
Thursday Jun 29, 2023
Hér er á ferðinni fjórði þáttur í röð hlaðvarpa sem eru lokaverkefni þeirra Dóru Svavarsdóttur og Þyrnis Hálfdánarsonar matreiðslumeistara og nema við Menntavísindasvið HÍ. Þættina unnu þau í samvinnu við Iðuna og fjalla um matreiðslunám, þá, nú og um alla framtíð.
Fjórði þátturinn fjallar um námið í matvælagreinum í MK

Wednesday Jun 14, 2023
Wednesday Jun 14, 2023
Orkuveita Reykjavíkur hlaut verðlaunin Menntasproti atvinnulífsins 2023 fyrir verkefnið Vaxtasproti OR. Verkfnið hefur verið í gangi í 3 ár en upphaflega var farið af stað með það til að hafa áhrif á menninguna og það má með sanni segja að það hafi tekist. Ellen Ýr bendir á að þeir aðilar sem hafa farið í gengum prógrammið eru sannkallaðir kyndilberar nýrra tíma og hafa áhrif beint inn á sín starfssvið og deildir.