Hlaðvarp Iðunnar
Hlaðvarp Iðunnar er fyrir fagfólk í iðnaði og þá sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á sviði iðngreina. Tekin eru viðtöl við sérfræðinga, kennara og fólk úr atvinnulífinu sem miðla þekkingu sinni og vekja áhuga á möguleikum starfsmenntunar og framþróunar innan iðnaðarins.
Episodes

Friday Feb 09, 2024
Umferðaröryggi, með Ólafi Guðmundssyni sérfræðingi í umferðaröryggismálum
Friday Feb 09, 2024
Friday Feb 09, 2024
Ólafur Guðmundsson sérfræðingur í umferðaröryggismálum er hér í fróðlegu spjalli um umferðaröryggi, innviði og bifreiðar. Þeir Sigurður Svavar Indriðason, leiðtogi bílgreina hjá Iðunni, fara m.a. yfir hvað er vel gert í þeim efnum og hvað má betur fara.

Friday Feb 02, 2024
Friday Feb 02, 2024
Ragnheiður Björgvinsdóttir er hér í léttu og skemmtilegu spjalli við Evu Karen Þórðardóttur um fræðslumál hjá Vatnajökulsþjóðgarði. Vatnajökulsþjóðgarður er stærsti þjóðgarður í vestur Evrópu og nær yfir 15% af Íslandi. Þjóðgarðurinn nær til átta sveitafélaga.
Um 50 starfsmenn starfa við þjóðgarðinn allan ársins hring. Sumarið er svo mjög annasamur tími með 120 starfsmenn, sem dreifast út um allt land. Fræðslan er því ákveðin áskorun.

Friday Jan 26, 2024
Ævintýri í Evrópu í gegnum Erasmus+, með Ingu Birnu Antonsdóttur hjá Iðunni
Friday Jan 26, 2024
Friday Jan 26, 2024
Inga Birna Antonsdóttir alþjóðafulltrúi hjá Iðunni er hér í skemmtilegu spjalli um möguleika Erasmus+ styrkjakerfinsins sem er ætlað að auka möguleika á skiptinámi og lærdómi erlendis í gegnum Erasmus+.

Tuesday Jan 16, 2024
Sketchup, með Birni Jóhannssyni landslagsarkitekt hjá Urban Beat Design
Tuesday Jan 16, 2024
Tuesday Jan 16, 2024
Hér spjalla þeir Óskar Grétarsson leiðtogi málm- og véltæknigreina hjá Iðunni og Björn Jóhannsson landslagsarkitekt um notkunarmöguleika SketchUp forritsins fyrir iðnaðinn.
Þeir fjalla sérstaklega um námskeið sem Björn heldur hjá Iðunni þar sem farið er í grunninn á forritinu, Sketchup pro og Layout og Twinmotion og sýndarveruleika. Sérstakar vinnubúðir eru einnig í boði þar sem fólk getur unnið að raunverulegum verkefnum.

Monday Dec 18, 2023
Fræðslukerfi fyrir fyrirtæki, með Sóloni Guðmundssyni eiganda Avia
Monday Dec 18, 2023
Monday Dec 18, 2023
Það er að mörgu að hyggja þegar velja á fræðslukerfi fyrirtækja. Eitt er að velja rétta kerfið og hitt er að hanna og setja upp viðeigandi fræðslu sem þjónar þörfum fyrirtækisins.
Sólon Guðmundsson eigandi Avia er hér í skemmtilegu og fræðandi spjalli en fyrirtæki hans sérhæfir sig í hönnun fræðslukerfis sem og framleiðslu á efni inn í kerfið.

Tuesday Dec 12, 2023
Rafvæðing stærri bíla, með Agli Jóhannssyni forstjóra Brimborgar
Tuesday Dec 12, 2023
Tuesday Dec 12, 2023
Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar er hér í skemmtilegu og fróðlegu spjalli um rafvæðingu stærri bíla bæði með tilliti til stöðunnar í dag en einnig þá möguleika sem framtíðin býr yfir. Sigurður Svavar Indirðason, leiðtogi bílgreina hjá Iðunni stýrir þættinum.

Wednesday Dec 06, 2023
Erno Viitanen from Stadin AO in Finland
Wednesday Dec 06, 2023
Wednesday Dec 06, 2023
In this episode we learn about the Finnish impression on the Icelandic workplace, vocational educational systems, and the importance of international collaboration. Helen Gray, leader of international projects at Iðan talks to Erno who visited us through Erasmus+

Monday Nov 20, 2023
Fræðslugreiningar í fyrirtækjum, með Evu Karen Þórðardóttur eiganda Effect
Monday Nov 20, 2023
Monday Nov 20, 2023
Eva Karen Þórðardóttir eigandi Effect hefur þróað verkfæri sem greinir hæfni starfsfólks og skilar persónulegri fræðsluáætlun til fyrirtækis, niður á hvern starfsmann. Þannig fæst betri yfirsýn yfir hæfnigatið sem liggur innan fyrirtækisins.
Starfsfólk sér þá hvar það er statt og hvar það stendur miðað við sitt teymi. Þarna er því verkfæri til að sjá betur hvar hver og einn stendur. Starfsfólk getur sett sér markmið um eigin fræðslu og haldið betur utan um fræðsluna sem það hefur lokið.