Hlaðvarp Iðunnar
Hlaðvarp Iðunnar er fyrir fagfólk í iðnaði og þá sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á sviði iðngreina. Tekin eru viðtöl við sérfræðinga, kennara og fólk úr atvinnulífinu sem miðla þekkingu sinni og vekja áhuga á möguleikum starfsmenntunar og framþróunar innan iðnaðarins.
Episodes

Friday Mar 15, 2024
Fræðslumál hjá Isavia, með Gerði Pétursdóttur fræðslustjóra
Friday Mar 15, 2024
Friday Mar 15, 2024
Alþjóðaflugvöllurinn í Keflavík fær til sín margar milljónir gesta ár hvert. Það kallar á að starfsfólk viti nákvæmleg til hvers er ætlast af því og hlotið viðeigandi þjálfun. Gerður Pétursdóttir fræðslustjóri Isavia er hér í skemmtilegu og fræðandi spjalli en hún hefur ásamt öflugu teymi byggt upp Isavia skólann síðan árið 2016.

Thursday Feb 22, 2024
Tilskipun ESB um upplýsingagjöf í sjálfbærni, með Jennifer Schwalbenberg lögfræðingi
Thursday Feb 22, 2024
Thursday Feb 22, 2024
Ásgeir Valur Einarsson leiðtogi sjálfbærnimála hjá Iðunni ræðir hér við Jennifer Schwalbenberg lögfræðing um tilskipun ESB um sjálfbærniupplýsingagjöf og hvernnig hún á eftir að hafa áhrif á lítil og meðalstór fyrirtæki.
Upplýsingagjöf í sjálfbærni felur í sér hvernig við komum á framfæri þeim upplýsingum sem við erum að safna um sjálfbærniþætti og tilgreinir þau markmið og stefnur sem settar eru varðandi m.a. kolefnisspor, loftlagsmál og starfsmannastefnu.

Wednesday Feb 21, 2024
Wednesday Feb 21, 2024
Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir framkvæmdastjóri Tækniseturs er hér í afar fróðlegu spjalli við Kristjönu Guðbrandsdóttur leiðtoga nýsköpunar hjá Iðunni. Tæknisetur byggir á fjögurra áratuga reynslu á sviði efnistækni, lífvísinda og orkumála. Það er öflugur samstarfsaðili í hagnýtum rannsóknar og þróunarverkefnum og býr yfir sérhæfðum búnaði og aðstöðu sem er gagnast sprotafyrirtækjum á sviði hátækni.

Friday Feb 09, 2024
Umferðaröryggi, með Ólafi Guðmundssyni sérfræðingi í umferðaröryggismálum
Friday Feb 09, 2024
Friday Feb 09, 2024
Ólafur Guðmundsson sérfræðingur í umferðaröryggismálum er hér í fróðlegu spjalli um umferðaröryggi, innviði og bifreiðar. Þeir Sigurður Svavar Indriðason, leiðtogi bílgreina hjá Iðunni, fara m.a. yfir hvað er vel gert í þeim efnum og hvað má betur fara.

Friday Feb 02, 2024
Friday Feb 02, 2024
Ragnheiður Björgvinsdóttir er hér í léttu og skemmtilegu spjalli við Evu Karen Þórðardóttur um fræðslumál hjá Vatnajökulsþjóðgarði. Vatnajökulsþjóðgarður er stærsti þjóðgarður í vestur Evrópu og nær yfir 15% af Íslandi. Þjóðgarðurinn nær til átta sveitafélaga.
Um 50 starfsmenn starfa við þjóðgarðinn allan ársins hring. Sumarið er svo mjög annasamur tími með 120 starfsmenn, sem dreifast út um allt land. Fræðslan er því ákveðin áskorun.

Friday Jan 26, 2024
Ævintýri í Evrópu í gegnum Erasmus+, með Ingu Birnu Antonsdóttur hjá Iðunni
Friday Jan 26, 2024
Friday Jan 26, 2024
Inga Birna Antonsdóttir alþjóðafulltrúi hjá Iðunni er hér í skemmtilegu spjalli um möguleika Erasmus+ styrkjakerfinsins sem er ætlað að auka möguleika á skiptinámi og lærdómi erlendis í gegnum Erasmus+.

Tuesday Jan 16, 2024
Sketchup, með Birni Jóhannssyni landslagsarkitekt hjá Urban Beat Design
Tuesday Jan 16, 2024
Tuesday Jan 16, 2024
Hér spjalla þeir Óskar Grétarsson leiðtogi málm- og véltæknigreina hjá Iðunni og Björn Jóhannsson landslagsarkitekt um notkunarmöguleika SketchUp forritsins fyrir iðnaðinn.
Þeir fjalla sérstaklega um námskeið sem Björn heldur hjá Iðunni þar sem farið er í grunninn á forritinu, Sketchup pro og Layout og Twinmotion og sýndarveruleika. Sérstakar vinnubúðir eru einnig í boði þar sem fólk getur unnið að raunverulegum verkefnum.

Monday Dec 18, 2023
Fræðslukerfi fyrir fyrirtæki, með Sóloni Guðmundssyni eiganda Avia
Monday Dec 18, 2023
Monday Dec 18, 2023
Það er að mörgu að hyggja þegar velja á fræðslukerfi fyrirtækja. Eitt er að velja rétta kerfið og hitt er að hanna og setja upp viðeigandi fræðslu sem þjónar þörfum fyrirtækisins.
Sólon Guðmundsson eigandi Avia er hér í skemmtilegu og fræðandi spjalli en fyrirtæki hans sérhæfir sig í hönnun fræðslukerfis sem og framleiðslu á efni inn í kerfið.



