Hlaðvarp Iðunnar
Hlaðvarp Iðunnar er fyrir fagfólk í iðnaði og þá sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á sviði iðngreina. Tekin eru viðtöl við sérfræðinga, kennara og fólk úr atvinnulífinu sem miðla þekkingu sinni og vekja áhuga á möguleikum starfsmenntunar og framþróunar innan iðnaðarins.
Episodes

Friday Dec 06, 2024
Bókaást - Eru grafískir skandalar í jólabókaflóðinu? (Hlaðvarp)
Friday Dec 06, 2024
Friday Dec 06, 2024
Ólafur Stolzenwald sölu- og markaðsstjóri prentsmiðjunnar Litróf og Eyjólfur Jónsson umbrotsmaður skoða bækur jólabókaflóðsins með Kristjönu Guðbrandsdóttur með augum fagmanna í nýjasta þætti hlaðvarps Iðunnar- Bókaást. Hvaða bókakápur skara fram úr og af hverju? Hvaða tískustrauma er hægt að greina og hvaða reglur eru hönnuðir að leika sér að því að brjóta? Kiljur, saurblöð, vandað umbrot og stafræn prentun jólabóka koma til tals. Og síðast en ekki síst þarf að útkljá um það hvort einhverjir grafískir skandalar séu í jólabókaflóðinu í ár.

Thursday Dec 05, 2024
Bókaást - Bókin um Óla K
Thursday Dec 05, 2024
Thursday Dec 05, 2024
Ekki gera sér allir grein fyrir því hvað hönnun og umbrot bóka er persónulegt ferli. Kjartan Hreinsson grafískur hönnuður og ljósmyndari lýsir vinnu sinni við bókina Óli K sem mögnuðu ferðalagi. Ferðalagi sem hófst á táknrænan hátt á flugsýningu í Reykjavík þar sem Kjartan rakst á höfund bókarinnar, sagnfræðinginn Önnu Dröfn Ágústsdóttur. Brautryðjandinn og blaðaljósmyndarinn Óli K var nefnilega forfallinn flugáhugamaður og Kjartan var meira að segja í forláta flugmannsleðurjakka þegar þau Anna spjölluðu um þá hugmynd hennar að gera bók um hann. Nú er bókin komin út en í henni eru birtar hundrað fimmtíu og fimm myndir Óla K sem fanga íslenska sögu og mannlíf á áhrifamikinn hátt.

Friday Nov 01, 2024
Ólöf Ólafsdóttir Konditor og eftirréttameistari
Friday Nov 01, 2024
Friday Nov 01, 2024
Viðmælandinn að þessu sinni er Ólöf Ólafsdóttir, einn fremsti eftirréttakokkur landsins. Ólöf útskrifaðist sem Konditor frá ZBC Ringsted í Danmörk árið 2021 og sama ár bar hún sigur úr býtum í keppni um eftirrétt ársins. Ólöf fór með íslenska kokkalandsliðinu á Ólympíuleikana í Stuttgart í febrúar síðastliðnum þar sem liðið hlaut tvenn gullverðlaun og hafnaði í þriðja sæti. Ólöf gaf út bókina „Ómótstæðilegir eftirréttir“ árið 2023 en í dag starfar hún sem eftirréttakommur á veitingastaðnum Monkeys.

Monday Oct 28, 2024
Loftgæðamælingar innanhúss
Monday Oct 28, 2024
Monday Oct 28, 2024
Heiðar Karlsson segir okkur frá loftgæðum innanhúss og hvernig er hægt að gera innivist betri. Heiðar er framkvæmdastjóri VISTA verkfræðistofu en VISTA sérhæfir sig í allskonar mælingum, þar á meðal loftgæðamælingum.

Friday May 10, 2024
Maí er mánuður nýsköpunar á Íslandi
Friday May 10, 2024
Friday May 10, 2024
Edda Konráðsdóttir framkvæmdastjóri og einn stofnenda Iceland Innovation Week er viðmælandi okkar í Augnablik í iðnaði. Hún segir frá dagskránni í ár sem er mjög viðamikil. Von er á metfjölda fjárfesta á viðburðinn í ár sem fer fram 14.-16.maí í Kolaportinu og er haldin í fimmta sinn. Hvert ár hafa Edda og hennar teymi aðlagað sig að aðstæðum í samfélaginu hverju sinni. Edda segir frá reynslu sinni og mikilvægi nýsköpunar.

Monday Apr 15, 2024
Fræðslustjóri að láni, með Guðrúnu Blandon mannauðsstjóra VHE
Monday Apr 15, 2024
Monday Apr 15, 2024
VHE fór því nýlega í gegnum verkefnið Fræðslustjóri að láni. „Helstu markmið með verkefninu var að fá heildaryfirsýn yfir fræðsluþörfina og skipuleggja fræðslustarf framtíðarinnar“ segir Guðrún Blandon mannauðsstjóri.
Hún mælir aukna starfsánægju hjá starfsfólki sem hún vill tengja beint við verkefnið.
Þetta og margt fleira í þessu fræðandi og skemmtilega spjalli

Wednesday Apr 03, 2024
Erasmus+ ævintýri í Tallin, með Ástrósu Elísu Eyþórsdóttur bakara hjá Bláa lóninu
Wednesday Apr 03, 2024
Wednesday Apr 03, 2024
Við útskrift úr bakaraiðn fann Ástrós fyrir faglegri þreytu og langaði í nýja reynslu sem myndi styrkja hana sem fagmann. Hún kynnti sér því Erasmus+ fyrir nýsveina og setti stefnuna á Kaupmannahöfn. Málin þróuðust þó þannig að hún endaði á því að fara til Tallin í Eistlandi og sér ekki eftir þeirri ákvörðun.
Helen Gray leiðtogi alþjóðaverkefna hjá Iðunni spjallar hér við Ástrósu um reynsluna af því að fara út til Tallin.

Friday Mar 22, 2024
Fræðslumál hjá Samkaupum, með Guðna Erlendssyni mannauðsstjóra
Friday Mar 22, 2024
Friday Mar 22, 2024
Eva Karen Þórðardóttir hjá Effect ræðir hér við Guðna Erlendsson mannauðsstjóra Samkaupa.
Mikil saga og menning er fyrir fræðslu hjá Samkaupum. Kaupmannsskólinn var rekinn eins og hefðbundinn skóli með staðbundnum námskeiðum sem nú hafa verið færð mikið til yfir í rafræna fræðslu. Covid hjálpaði til við að ýta undir umbreytinguna þó að vissulega hafi sú vinna verið hafin áður. Guðni segir Samkaup einnig vera í góðum samskiptum við Bifröst hvað varðar námsleiðir fyrir starfsfólk.



