Hlaðvarp Iðunnar
Hlaðvarp Iðunnar er fyrir fagfólk í iðnaði og þá sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á sviði iðngreina. Tekin eru viðtöl við sérfræðinga, kennara og fólk úr atvinnulífinu sem miðla þekkingu sinni og vekja áhuga á möguleikum starfsmenntunar og framþróunar innan iðnaðarins.
Episodes

Monday Nov 16, 2020
Baráttan um íslenskuna
Monday Nov 16, 2020
Monday Nov 16, 2020
Það gustar um Eirík Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði, sem er gestur okkar í hlaðvarpinu Augnablik í iðnaði á degi íslenskrar tungu.
Hann er óhræddur við að taka slagi og gagnrýna en vill gera það á uppbyggilegan hátt og af umburðarlyndi. Eiríkur segir okkur frá mikilvægi máltækni fyrir almenning og fyrirtæki. Máltækni er grunnur að notkun tungumáls í viðmóti tölva og ýmissa forrita. Það að forrit og tölvubúnaður geti notað íslensku er forsenda þess að tungumálið dafni og Eiríkur minnir á að ábyrgðin er okkar. Ef það er ekki vilji til að nota íslenskt tungumál þá sé orrustan töpuð.

Friday Nov 13, 2020
Erasmus er eitthvað sem allir iðnnemar og nýsveinar ættu að kynna sér.
Friday Nov 13, 2020
Friday Nov 13, 2020
Augnablik í iðnaði – Í þessum þætti beinum við kastljósinu að Erasmus námsstyrkjum í tilefni Evrópskra starfsmennaviku. Í þáttinn spjalla Helen og Ási hjá IÐUNNI við Aðalstein Ásmundarson vélvirkja og nýsvein í húsasmíði. Aðalsteinn sótti um Erasmus styrk hjá IÐUNNI og fór til South West College í N-Írlandi. Hann sótti þar námskeið um Passive hús sem er forvitnileg og áhugaverð viðbót við umræðuna um sjálfbærni.

Thursday Nov 05, 2020
Fæðuóþol og fæðuofnæmi með Selmu Árnadóttur
Thursday Nov 05, 2020
Thursday Nov 05, 2020
Í þessum þætti ræðir Óli Jóns við Selmu Árnadóttur um fæðuóþol og fæðuofnæmi. Selma situr í stjórn Astma og ofnæmisfélags Íslands svarar spurningum líkt og hver munurinn á fæðuóþoli og fæðuofnæmi er.

Friday Oct 02, 2020
Friday Oct 02, 2020
Allt um hönnun á nýjum konfektmolum frá Nóa Síríus með auglýsingastofunni Vorar by IÐAN fræðsluetur

Friday Sep 25, 2020
Hvað geta einyrkjar og lítil fyrirtæki í iðnaði gert í markaðsmálum?
Friday Sep 25, 2020
Friday Sep 25, 2020
Hvað geta einstaklingar og lítil fyrirtæki gert í markaðsmálum?
Til að svara þessari spurningu er spilunum snúið við í þetta skiptið í Augnablik í iðnaði. Fjóla og Sigurður Fjalar sem starfa á markaðssviði IÐUNNAR spyrja Óla Jóns markaðsráðgjafa og umsjónarmanns þessa þátta spjörunum úr.

Thursday Sep 17, 2020
Leiðir stjórnenda til að efla sköpunargleði og nýsköpun með Birnu Dröfn
Thursday Sep 17, 2020
Thursday Sep 17, 2020
Birna Dröfn Birgisdóttir fjallar um sköpunargleði og þjónandi forystu.

Thursday Sep 10, 2020
Steypa er ekki bara steypa! Allt um steypu með Guðna Jónssyni byggingaverkfræðingi
Thursday Sep 10, 2020
Thursday Sep 10, 2020
Guðni Jónsson, byggingaverkfræðingur hjá EFLU fjallar um það sem brennur á mönnum varðandi steypu.

Thursday Sep 03, 2020
Ráðning starfsmanna með Katrínu Dóru
Thursday Sep 03, 2020
Thursday Sep 03, 2020
Gestur þáttarins er Katrín Dóra Þorsteinsdóttir stjórnunar- og rekstrarráðgjafi hjá Projects ráðgjöf og þjálfun. Hún fræðir okkur um hvernig best er að standa að ráðningum starfsmanna.



