Hlaðvarp Iðunnar
Hlaðvarp Iðunnar er fyrir fagfólk í iðnaði og þá sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á sviði iðngreina. Tekin eru viðtöl við sérfræðinga, kennara og fólk úr atvinnulífinu sem miðla þekkingu sinni og vekja áhuga á möguleikum starfsmenntunar og framþróunar innan iðnaðarins.
Episodes

Thursday Jan 21, 2021
Allt um íslenska tölvuleikjaiðnaðinn með Vigni Guðmundssyni
Thursday Jan 21, 2021
Thursday Jan 21, 2021
Vignir Örn Guðmundsson er formaður Samtaka tölvuleikjaframleiðenda. Spurningar sem við lögðum fyrir Vigni voru meðal annars
Hversu stór samtök eru þetta og hver eru markmið þeirra?
Hversu viðamkill er leikjaiðnaðurinn á Íslandi?
Er Ísland ákjósanlegur vettvangur fyrir leikjaframleiðslu, erum við t.d. með nóg framboð af tæknimenntuðu fólki á þessu sviði?
Hvað tekur það langan tíma að framleiða einn tölvuleik og hvað koma margir að slíkri framleiðslu?
Hverjir vinna við leikjaframleiðslu aðrir en forritarar?

Tuesday Dec 22, 2020
Jeppabreytingar með Emil Grímssyni hjá Arctic Trucks
Tuesday Dec 22, 2020
Tuesday Dec 22, 2020
Emil Grímsson fer yfir sögu Arctic Trucks, segir okkur frá verkefnum þeirra erlendis og spáir í framtíðina í jeppabreytingum

Tuesday Dec 15, 2020
Kaffispjall með Kristjáni Schram markaðsráðgjafa, um IKEA bæklinginn
Tuesday Dec 15, 2020
Tuesday Dec 15, 2020
Íslendingar halda sérstaklega upp á IKEA vörulistann.
Hvers vegna hætti IKEA að prenta vörulista sinn sem hefur komið út frá árinu 1951? Kristján Schram markaðsmaður er gestur í kaffispjallinu að þessu sinni og rýnir í ákvörðun IKEA og þróun í útgáfu markaðsefnis.

Thursday Dec 10, 2020
Thursday Dec 10, 2020
Pétur Pétursson framleiðir rjómalíkjör sem ber nafnið Jökla. Pétur sem er mjólkurfræðingur segir okkur frá hvernig hugmyndin kviknaði og frá ferlinu sem tók við.

Thursday Dec 03, 2020
Næringarfræðin í eldhúsi LSH með Fríðu Rún Þórðardóttur
Thursday Dec 03, 2020
Thursday Dec 03, 2020
Fríða svarar meðal annars þessum spuringum
Hvernig er haldið utan um ofnæmis- og óþolsvalda í því hráefni sem notað er í eldhúsi LSH
Hvaða reglur gilda fyrir birgja
Hvað reglur gilda fyrir starfsfólk
Hvernig er ofnæmis- og óþolsfæði skipulagt í eldhúsinu
Hvaða hráefni er gott að eiga til að auðvelda sér matseðla- og matargerð
Hvernig er starfsfólk Landspítala upplýst um matinn sem er í boði fyrir það í matsölum
Umræða um innihaldslýsingar og helstu ofnæmisvaldana

Monday Nov 16, 2020
Baráttan um íslenskuna
Monday Nov 16, 2020
Monday Nov 16, 2020
Það gustar um Eirík Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði, sem er gestur okkar í hlaðvarpinu Augnablik í iðnaði á degi íslenskrar tungu.
Hann er óhræddur við að taka slagi og gagnrýna en vill gera það á uppbyggilegan hátt og af umburðarlyndi. Eiríkur segir okkur frá mikilvægi máltækni fyrir almenning og fyrirtæki. Máltækni er grunnur að notkun tungumáls í viðmóti tölva og ýmissa forrita. Það að forrit og tölvubúnaður geti notað íslensku er forsenda þess að tungumálið dafni og Eiríkur minnir á að ábyrgðin er okkar. Ef það er ekki vilji til að nota íslenskt tungumál þá sé orrustan töpuð.

Friday Nov 13, 2020
Erasmus er eitthvað sem allir iðnnemar og nýsveinar ættu að kynna sér.
Friday Nov 13, 2020
Friday Nov 13, 2020
Augnablik í iðnaði – Í þessum þætti beinum við kastljósinu að Erasmus námsstyrkjum í tilefni Evrópskra starfsmennaviku. Í þáttinn spjalla Helen og Ási hjá IÐUNNI við Aðalstein Ásmundarson vélvirkja og nýsvein í húsasmíði. Aðalsteinn sótti um Erasmus styrk hjá IÐUNNI og fór til South West College í N-Írlandi. Hann sótti þar námskeið um Passive hús sem er forvitnileg og áhugaverð viðbót við umræðuna um sjálfbærni.

Thursday Nov 05, 2020
Fæðuóþol og fæðuofnæmi með Selmu Árnadóttur
Thursday Nov 05, 2020
Thursday Nov 05, 2020
Í þessum þætti ræðir Óli Jóns við Selmu Árnadóttur um fæðuóþol og fæðuofnæmi. Selma situr í stjórn Astma og ofnæmisfélags Íslands svarar spurningum líkt og hver munurinn á fæðuóþoli og fæðuofnæmi er.