Hlaðvarp Iðunnar
Hlaðvarp Iðunnar er fyrir fagfólk í iðnaði og þá sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á sviði iðngreina. Tekin eru viðtöl við sérfræðinga, kennara og fólk úr atvinnulífinu sem miðla þekkingu sinni og vekja áhuga á möguleikum starfsmenntunar og framþróunar innan iðnaðarins.
Episodes

Thursday Feb 11, 2021
Thursday Feb 11, 2021
„Kiljan er vottuð alla leið,“ segir Konráð Ingi Jónsson framkvæmdastjóri og aðaleigandi Litrófs um umhverfisvæna bókaprentun og samkeppnishæfi prentiðnaðar við erlenda framleiðslu.
Hann telur að bókaiðnaður ætti að koma sér saman um umhverfisvænni áherslur, prenta fleiri kiljur en harðspjaldabækur og auðvitað að létta kolefnissporið og prenta fleiri bækur heima. Íslenskur prentiðnaður sé sterkari í samkeppni við erlendan markað þegar kemur að kiljum en harðspjalda bókum og í þeirri staðreynd felist vonarglæta.
Konráð Ingi ræðir um sameiningu Litrófs við Guðjón Ó og Prenttækni, eigin feril og sýn sína á framtíð íslensks prentiðnaðar.

Monday Feb 08, 2021
Monday Feb 08, 2021
Í þessu spjalli hittum við Aðalheiði Ósk Guðmundsdóttur sem nýverið tók við sem framkvæmdastjóri Vök Baths. Aðalheiður segir það gríðarlega mikilvægt að hlusta og skilja upplifun viðskiptavina. Þannig skapa fyrirtæki sér sérstöðu. Hún leggur líka áherslu á samvinnu aðila í ferðaþjónustunni.

Thursday Jan 28, 2021
Thursday Jan 28, 2021
Björn Ágúst Björnsson frá Tengi ræðir um votrými og stöðu Íslendinga í þeim efnum. Votrými eru td baðherbergi og þvottahús. Hann er nýlega búinn að kynna sér ferla og lagaumgjörð í kringum svona vinnu hjá Norðmönnum og eru þeir mjög framarlega í öllu regluverki og fagmennsku.

Thursday Jan 21, 2021
Allt um íslenska tölvuleikjaiðnaðinn með Vigni Guðmundssyni
Thursday Jan 21, 2021
Thursday Jan 21, 2021
Vignir Örn Guðmundsson er formaður Samtaka tölvuleikjaframleiðenda. Spurningar sem við lögðum fyrir Vigni voru meðal annars
Hversu stór samtök eru þetta og hver eru markmið þeirra?
Hversu viðamkill er leikjaiðnaðurinn á Íslandi?
Er Ísland ákjósanlegur vettvangur fyrir leikjaframleiðslu, erum við t.d. með nóg framboð af tæknimenntuðu fólki á þessu sviði?
Hvað tekur það langan tíma að framleiða einn tölvuleik og hvað koma margir að slíkri framleiðslu?
Hverjir vinna við leikjaframleiðslu aðrir en forritarar?

Tuesday Dec 22, 2020
Jeppabreytingar með Emil Grímssyni hjá Arctic Trucks
Tuesday Dec 22, 2020
Tuesday Dec 22, 2020
Emil Grímsson fer yfir sögu Arctic Trucks, segir okkur frá verkefnum þeirra erlendis og spáir í framtíðina í jeppabreytingum

Tuesday Dec 15, 2020
Kaffispjall með Kristjáni Schram markaðsráðgjafa, um IKEA bæklinginn
Tuesday Dec 15, 2020
Tuesday Dec 15, 2020
Íslendingar halda sérstaklega upp á IKEA vörulistann.
Hvers vegna hætti IKEA að prenta vörulista sinn sem hefur komið út frá árinu 1951? Kristján Schram markaðsmaður er gestur í kaffispjallinu að þessu sinni og rýnir í ákvörðun IKEA og þróun í útgáfu markaðsefnis.

Thursday Dec 10, 2020
Thursday Dec 10, 2020
Pétur Pétursson framleiðir rjómalíkjör sem ber nafnið Jökla. Pétur sem er mjólkurfræðingur segir okkur frá hvernig hugmyndin kviknaði og frá ferlinu sem tók við.

Thursday Dec 03, 2020
Næringarfræðin í eldhúsi LSH með Fríðu Rún Þórðardóttur
Thursday Dec 03, 2020
Thursday Dec 03, 2020
Fríða svarar meðal annars þessum spuringum
Hvernig er haldið utan um ofnæmis- og óþolsvalda í því hráefni sem notað er í eldhúsi LSH
Hvaða reglur gilda fyrir birgja
Hvað reglur gilda fyrir starfsfólk
Hvernig er ofnæmis- og óþolsfæði skipulagt í eldhúsinu
Hvaða hráefni er gott að eiga til að auðvelda sér matseðla- og matargerð
Hvernig er starfsfólk Landspítala upplýst um matinn sem er í boði fyrir það í matsölum
Umræða um innihaldslýsingar og helstu ofnæmisvaldana



