Hlaðvarp Iðunnar
Hlaðvarp Iðunnar er fyrir fagfólk í iðnaði og þá sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á sviði iðngreina. Tekin eru viðtöl við sérfræðinga, kennara og fólk úr atvinnulífinu sem miðla þekkingu sinni og vekja áhuga á möguleikum starfsmenntunar og framþróunar innan iðnaðarins.
Episodes

Thursday Mar 18, 2021
Gervigreind með Sveini Hannessyni hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Crayon
Thursday Mar 18, 2021
Thursday Mar 18, 2021
Gervigreind með Sveini Hannessyni hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Crayon by IÐAN fræðsluetur

Friday Mar 12, 2021
Stafræn umbreyting með Þresti Sigurðssyni sérfræðingi í þjónustu og nýsköpun
Friday Mar 12, 2021
Friday Mar 12, 2021
Þröstur Sigurðsson, skrifstofustjóri hjá þjónustu- og nýsköpunarsvið hjá Reykjavíkurborg fræðir okkur um um stafræna umbreytingu. Hann útskýrir hvað er stafræn umbreyting, hvernig slíkt ferli byrjar og hvað getur mögulega farið úrskeiðis. Þetta eru hollráð fyrir þá sem vilja kynna sér málaflokkinn betur eða hyggja á starfræna umbreytingu í sínu vinnuumhverfi,

Thursday Mar 04, 2021
Thursday Mar 04, 2021
Stafrænar viðurkenningar gefa útskriftarskírteinum dýpri merkingu og nýja vídd. Þetta er mikil framför og snýst umræðan núna um notkunarmöguleikana, áreiðanleikann og virðið sem þetta gefur. Helen Gray, þróuanrstjóri IÐUNNAR er hér í fræðandi spjalli um stafrænar viðurkenningar og framtíð þeirra.

Thursday Feb 25, 2021
Hlutverk og starfsemi stéttarfélaga með Finnbirni Hermannssyni formanni Byggiðnar
Thursday Feb 25, 2021
Thursday Feb 25, 2021
Viðtal við Finnbjörn Hermansson formann Byggiðnar, félag byggingarmanna. Við ræðum lítilega sögu Byggiðn ásamt því að fræðast um hlutverk og starfsemi stréttarfélaga almennt.

Thursday Feb 18, 2021
Thursday Feb 18, 2021
Spjall við Friðgeir Inga hjá EIRIKSSON BRASSERIE sem er nýr veitingastaður miðborgar Reykjavíkur, Í endurhönnuðu húsnæði sem flestir landsmenn þekkja vel – fyrrum Landsbanka Íslands við Laugaveg 77.
Við ræðum við Friðgeir um matseldina hjá Bresseri, hugmyndafræðina, ræturnar og hráefni. Nám í matreiðslu á íslandi og margt fleira.

Thursday Feb 11, 2021
Thursday Feb 11, 2021
„Kiljan er vottuð alla leið,“ segir Konráð Ingi Jónsson framkvæmdastjóri og aðaleigandi Litrófs um umhverfisvæna bókaprentun og samkeppnishæfi prentiðnaðar við erlenda framleiðslu.
Hann telur að bókaiðnaður ætti að koma sér saman um umhverfisvænni áherslur, prenta fleiri kiljur en harðspjaldabækur og auðvitað að létta kolefnissporið og prenta fleiri bækur heima. Íslenskur prentiðnaður sé sterkari í samkeppni við erlendan markað þegar kemur að kiljum en harðspjalda bókum og í þeirri staðreynd felist vonarglæta.
Konráð Ingi ræðir um sameiningu Litrófs við Guðjón Ó og Prenttækni, eigin feril og sýn sína á framtíð íslensks prentiðnaðar.

Monday Feb 08, 2021
Monday Feb 08, 2021
Í þessu spjalli hittum við Aðalheiði Ósk Guðmundsdóttur sem nýverið tók við sem framkvæmdastjóri Vök Baths. Aðalheiður segir það gríðarlega mikilvægt að hlusta og skilja upplifun viðskiptavina. Þannig skapa fyrirtæki sér sérstöðu. Hún leggur líka áherslu á samvinnu aðila í ferðaþjónustunni.

Thursday Jan 28, 2021
Thursday Jan 28, 2021
Björn Ágúst Björnsson frá Tengi ræðir um votrými og stöðu Íslendinga í þeim efnum. Votrými eru td baðherbergi og þvottahús. Hann er nýlega búinn að kynna sér ferla og lagaumgjörð í kringum svona vinnu hjá Norðmönnum og eru þeir mjög framarlega í öllu regluverki og fagmennsku.