Hlaðvarp Iðunnar
Hlaðvarp Iðunnar er fyrir fagfólk í iðnaði og þá sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á sviði iðngreina. Tekin eru viðtöl við sérfræðinga, kennara og fólk úr atvinnulífinu sem miðla þekkingu sinni og vekja áhuga á möguleikum starfsmenntunar og framþróunar innan iðnaðarins.
Episodes

Thursday Apr 22, 2021
Alþjóðlega vottuð rafbílanámskeið með Sigurði S. Indriðasyni bílaverkfræðingi
Thursday Apr 22, 2021
Thursday Apr 22, 2021
Spjall um rafbílanámskeið IÐUNNAR sem hefur hlotið alþjóðlega vottun með Sigurði Indriðasyni. Í þessu viðtali vörpum við ljósi á ferlið og ávinning vottunarinnar fyrir bíliðnaðinn og þá sem í honum starfa.

Thursday Apr 15, 2021
áskólanámið í HR og hvernig það nýtist iðnmenntuðum með Lilju Björk Hauksdóttur
Thursday Apr 15, 2021
Thursday Apr 15, 2021
Lilja Björk Hauksdóttir er verkefnastjóri áskólanáms við HR þar sem ðilar með iðnmenntun stunda nám. Okkur lék fórvitni á að vita hvernig þetta nýttist fólki með iðnmenntun og fengum hana í heimsókn.

Friday Mar 26, 2021
Allt um gluggaísetningar með Bergþóri Inga Sigurðssyni byggingatæknifræðingi
Friday Mar 26, 2021
Friday Mar 26, 2021
Bergþór Ingi er verkefnastjóri hjá Jáverk og skrifaði BSc ritgerð sína í byggingatæknifræði við Háskólann í Reykjavík um aðferðir til ísetnigar og þéttingar meðfram gluggum og hurðum. Þar fjallar hann sérstaklega um kröfur, leiðbeiningar, þróun, aðferðir og mistök.

Thursday Mar 18, 2021
Gervigreind með Sveini Hannessyni hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Crayon
Thursday Mar 18, 2021
Thursday Mar 18, 2021
Gervigreind með Sveini Hannessyni hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Crayon by IÐAN fræðsluetur

Friday Mar 12, 2021
Stafræn umbreyting með Þresti Sigurðssyni sérfræðingi í þjónustu og nýsköpun
Friday Mar 12, 2021
Friday Mar 12, 2021
Þröstur Sigurðsson, skrifstofustjóri hjá þjónustu- og nýsköpunarsvið hjá Reykjavíkurborg fræðir okkur um um stafræna umbreytingu. Hann útskýrir hvað er stafræn umbreyting, hvernig slíkt ferli byrjar og hvað getur mögulega farið úrskeiðis. Þetta eru hollráð fyrir þá sem vilja kynna sér málaflokkinn betur eða hyggja á starfræna umbreytingu í sínu vinnuumhverfi,

Thursday Mar 04, 2021
Thursday Mar 04, 2021
Stafrænar viðurkenningar gefa útskriftarskírteinum dýpri merkingu og nýja vídd. Þetta er mikil framför og snýst umræðan núna um notkunarmöguleikana, áreiðanleikann og virðið sem þetta gefur. Helen Gray, þróuanrstjóri IÐUNNAR er hér í fræðandi spjalli um stafrænar viðurkenningar og framtíð þeirra.

Thursday Feb 25, 2021
Hlutverk og starfsemi stéttarfélaga með Finnbirni Hermannssyni formanni Byggiðnar
Thursday Feb 25, 2021
Thursday Feb 25, 2021
Viðtal við Finnbjörn Hermansson formann Byggiðnar, félag byggingarmanna. Við ræðum lítilega sögu Byggiðn ásamt því að fræðast um hlutverk og starfsemi stréttarfélaga almennt.

Thursday Feb 18, 2021
Thursday Feb 18, 2021
Spjall við Friðgeir Inga hjá EIRIKSSON BRASSERIE sem er nýr veitingastaður miðborgar Reykjavíkur, Í endurhönnuðu húsnæði sem flestir landsmenn þekkja vel – fyrrum Landsbanka Íslands við Laugaveg 77.
Við ræðum við Friðgeir um matseldina hjá Bresseri, hugmyndafræðina, ræturnar og hráefni. Nám í matreiðslu á íslandi og margt fleira.



