Hlaðvarp Iðunnar
Hlaðvarp Iðunnar er fyrir fagfólk í iðnaði og þá sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á sviði iðngreina. Tekin eru viðtöl við sérfræðinga, kennara og fólk úr atvinnulífinu sem miðla þekkingu sinni og vekja áhuga á möguleikum starfsmenntunar og framþróunar innan iðnaðarins.
Episodes

Thursday Nov 11, 2021
Staða og framtíð íslenska eldhússins með Fanneyju Dóru Sigurjónsdóttur eiganda Hnoss
Thursday Nov 11, 2021
Thursday Nov 11, 2021
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir er matreiðslumaður með mikla ástríðu fyrir íslensku hráefni. Ragnar Wessman stjórnandi hlaðvarpsins fyrri matvæla- og veitingasvið fékk hana í spjall um stöðu og framtíð íslenska eldhússins. Fanney Dóra hefur nýopnað veitingastaðinn Hnoss í Hörpunni, ásamt Stefáni Viðarssyni. Fanney Dóra hefur verið í íslenska kokkalandsliðinu frá árinu 2017 og verið stjórnarmaður og varaforseti Klúbbs matreiðslumanna frá árinu 2018.

Friday Nov 05, 2021
Prentlist, sköpun og hönnun með Goddi rannsóknarprófessor við LHÍ
Friday Nov 05, 2021
Friday Nov 05, 2021
Guðmundur Oddur Magnússon, eða Goddur, eins og hann er betur þekkur er rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands. Hann kom á dögunum í spjall til Gríms Kolbeinssonar um prentlistina, sköpun og hönnun og úr varð hið skemmtilegasa viðtal.

Thursday Oct 28, 2021
Thursday Oct 28, 2021
Elín Ólafsdóttir er sölu- og mannauðsstjóri hjá Flugger á Íslandi, en Flugger er eitt af fáum fyrirtækjum á Íslandi sem hefur farið í gegnum og staðist Great Place to Work vottunina. Elín segir okkur allt um Great Place to Work og hvaða ávinning vottunin og allt ferlið i kringum hana hefur fyrir bæði lítil og stór fyrirtæki.

Thursday Oct 21, 2021
Thursday Oct 21, 2021
Díana Sigurfinnsdóttir viðskiptastjóri hjá Prentmet Odda er reynslubolti í faginu. Hún segir stórar breytingar hafa átt sér stað í prentgeiranum á sínum starfsferli. Framtíðin er vissulega björt þar sem liggja tækifæri i umbúðaprentun en hún saknar vissulega bókaprentunarinnar. Skemmtilegt og fræðandi viðtal.

Thursday Oct 14, 2021
Rekstur trésmíðaverkstæðis með Dagmar Þorsteinsdóttur framkvæmdastjóra Tréborgar
Thursday Oct 14, 2021
Thursday Oct 14, 2021
Dagmar Þorsteinsdóttir er framkvæmdatstjóri Tréborgar. Hún hefur starfað í geiranum í mörg ár og uppgötvaði ástríðuna fyrir trésmíði eftir að hafa rekið hótel í útlöndum og verið í háskólanámi. Dagleg störf trésmíðaverkstæðis eru mörg og krefjandi og tryggja þarf næg verkefni allan ársins hring.

Thursday Oct 07, 2021
Stafræn umbreyting í bílgreinum og framleiðslu – reynsla GTC og Volvo
Thursday Oct 07, 2021
Thursday Oct 07, 2021
Kennarar og verkfræðingar frá GTC – Tækniskólanum í Gautaborg í námsferð hjá IÐUNNI fræðslusetri. Hópurinn heimsótti Borgarholtsskóla, Brimborg, Velti og Artic Trucks og fengu kynningu á starfsemi og nýjungum. Stafræn umbreyting virðist vera stóra áskorunin og hefur áhrif á bíliðnaðinn bæði hvað varðar framleiðslu, viðgerðir og þjónustuþætti .
Sigurður sviðsstjóri bílgreinasviðs settist niður með þeim og spjallaði meðal annars um gæðamál í framleiðslu, fjórðu iðnbyltinguna og helstu áskoranir og tækifæri sem tengjast þeirri hröðu þróun sem nú er að eiga sér stað innan bílaiðnaðarins t.d. berst talið að “Smart Maintenence” sem er mjög áhugavert málefni. Hægt er að kynna sér ýmislegt í tengslum við stafræna umbreytingu í framleiðslu á heimasíðunni edig.nu sem GTC hefur unnið að.

Thursday Sep 30, 2021
Framtíð stafrænnar prentunar með Halldóri Ólafssyni hjá Pixel
Thursday Sep 30, 2021
Thursday Sep 30, 2021
Halldór Ólafsson annars eigandi PIXEL segir frá sýn sinni á framtíð stafrænnar prentunar og stofnun fyrirtækisins. Það þótti djarft að stofna fyrirtækið árið 2003 en í raun má rekja sögu fyrirtækisins til ársins 1998 og áhrifum sem Halldór varð fyrir í Bretlandi. Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt síðasta áratug og framtíðin er björt.

Thursday Sep 23, 2021
Thursday Sep 23, 2021
Hér ræðir Gústaf A. Hjaltason, fagstjóri suðumála hjá IÐUNNI fræðslusetri, við þá Haraldur Baldursson hjá HB tækniþjónustu og Unnar Víðisson frá Eflu um eftirlit á málmsuðu. Eftirlit með hönnun og framkvæmd á verkstað og hvernig gæðastöðlum er framfylgt. Þeir félagar ræða m.a. um skaðlausar prófanir á málmsuðu og hvað þarf til að sinna slíku eftirliti.



