Hlaðvarp Iðunnar
Hlaðvarp Iðunnar er fyrir fagfólk í iðnaði og þá sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á sviði iðngreina. Tekin eru viðtöl við sérfræðinga, kennara og fólk úr atvinnulífinu sem miðla þekkingu sinni og vekja áhuga á möguleikum starfsmenntunar og framþróunar innan iðnaðarins.
Episodes

Tuesday Dec 21, 2021
Stærsta byltingin er hljóðbókin en prentaða bókin heldur velli
Tuesday Dec 21, 2021
Tuesday Dec 21, 2021
Grímur Kolbeinsson ræðir við Halldór í nýjasta þætti Augnabliks í iðnaði um breytingar í bókaútgáfu, taugastríðið í jólabókaflóðinu og hvað íslenskar prentsmiðjur ættu að gera í samkeppni við erlendar prentsmiðjur.

Monday Dec 20, 2021
Netspjall og snjallmenni með Yngva Tómassyni hjá Leikbreyti
Monday Dec 20, 2021
Monday Dec 20, 2021
Það eru mikil tækifæri í sjálfvirknivæðingu og notkun snjallmenna, m.a. til að svara endurteknum spurningum segir Yngvi. Við sérsníðum lausnir fyrir hvern og einn viðskiptavin með því að innleiða netspjall til að byrja með. Þannig söfnum við algengum spurningum til fyrirtækisins og þegar þeim hefur verið safnað saman er snjallmennið tilbúið með svörin.

Thursday Dec 09, 2021
Thursday Dec 09, 2021
Hér ræða þeir Valur Helgason og Gunnlaugur Jónsson bifreiðasmiðir við Sigurð Svarar Indriðason um réttingabransann á Íslandi. Hvar hann stendur í dag og hvernig þeir félagar sjá framtíðina fyrir sér í faginu. Báðir eru þeir með áralanga reynslu og hafa komið að vottunum, endurmenntun og sveinsprófum í bifreiðasmíði.

Thursday Nov 25, 2021
Konur í iðnaði með Margréti Halldóru Arnarsdóttur, formanni Félags Fagkvenna
Thursday Nov 25, 2021
Thursday Nov 25, 2021
Margrét Halldóra Arnarsdóttir er formaður Félags fagkvenna en það er félag kvenna í karllægum iðngreinum. Sjálf er hún rafvirki og þekkir vel þær áskoranir sem fylgja því að starfa í iðngrein þar sem kynjahlutfall er ójafnt. Í viðtalinu fara þau Ólafur Ástgeirsson yfir víðan völl en þau ræða t.d. um val á námi, iðnnám, samningar, karllægt umhverfi og skort á kvenlægum fyrirmyndum í karllægum greinum.

Thursday Nov 18, 2021
Ábyrgðamaður suðumála með Gerry McCarthy, IWE.
Thursday Nov 18, 2021
Thursday Nov 18, 2021
Gerry McCarty hefur yfir þrjátíu ára reynslu í máliðnaðinum. Hann hefur unnið við kröfulýsingar, hönnun, suðu, rekstur og gæða- og CE merkingar auk þess að vera IWE (International Welding Engineer). Hér spjallar hann við Gústaf A. Hjaltason IWE um ábyrgðamann suðumála hjá fyrirtækum og námskeið sem hann kennir hjá IÐUNNI. Gerry á og rekur fyrirtækið Welding Quality Management Services Ltd á Írlandi.

Thursday Nov 11, 2021
Staða og framtíð íslenska eldhússins með Fanneyju Dóru Sigurjónsdóttur eiganda Hnoss
Thursday Nov 11, 2021
Thursday Nov 11, 2021
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir er matreiðslumaður með mikla ástríðu fyrir íslensku hráefni. Ragnar Wessman stjórnandi hlaðvarpsins fyrri matvæla- og veitingasvið fékk hana í spjall um stöðu og framtíð íslenska eldhússins. Fanney Dóra hefur nýopnað veitingastaðinn Hnoss í Hörpunni, ásamt Stefáni Viðarssyni. Fanney Dóra hefur verið í íslenska kokkalandsliðinu frá árinu 2017 og verið stjórnarmaður og varaforseti Klúbbs matreiðslumanna frá árinu 2018.

Friday Nov 05, 2021
Prentlist, sköpun og hönnun með Goddi rannsóknarprófessor við LHÍ
Friday Nov 05, 2021
Friday Nov 05, 2021
Guðmundur Oddur Magnússon, eða Goddur, eins og hann er betur þekkur er rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands. Hann kom á dögunum í spjall til Gríms Kolbeinssonar um prentlistina, sköpun og hönnun og úr varð hið skemmtilegasa viðtal.

Thursday Oct 28, 2021
Thursday Oct 28, 2021
Elín Ólafsdóttir er sölu- og mannauðsstjóri hjá Flugger á Íslandi, en Flugger er eitt af fáum fyrirtækjum á Íslandi sem hefur farið í gegnum og staðist Great Place to Work vottunina. Elín segir okkur allt um Great Place to Work og hvaða ávinning vottunin og allt ferlið i kringum hana hefur fyrir bæði lítil og stór fyrirtæki.