Hlaðvarp Iðunnar
Hlaðvarp Iðunnar er fyrir fagfólk í iðnaði og þá sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á sviði iðngreina. Tekin eru viðtöl við sérfræðinga, kennara og fólk úr atvinnulífinu sem miðla þekkingu sinni og vekja áhuga á möguleikum starfsmenntunar og framþróunar innan iðnaðarins.
Episodes

Sunday Mar 13, 2022
Raki og mygla í húsum með Sylgju Dögg Sigurjónsdóttur líffræðingi
Sunday Mar 13, 2022
Sunday Mar 13, 2022
Í þessum þætti fjallar Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir um raka og myglu í húsum. Sylgja hefur starfað við byggingariðnaðinn í hartnær 16 ár og vinnur nú sem ráðgjafi hjá Eflu verkfræðistofu ásmt því að kenna á námskeiðum hjá Iðunni. Sylgja er sérfræðingur í raka- og mygluskemmdum og þekkir það af eigin raun að búa í rakaskemmdu húsnæði. Sú lífsreynsla varð m.a. til þess að hún sérhæfði sig á þessum vettvangi að eigin sögn.

Friday Mar 11, 2022
Friday Mar 11, 2022
Hér ræðir Ólafur Jónsson, sviðstjóri Matvæla- og veitingasviðs IÐUNNAR, við Jóhann Frey Sigurbjarnason kjötiðnaðarmann, en hann á sæti í landsliði kjötiðnaðarmanna. Jóhann er bjartsýnn á gott gengi landsliðsins og telur iðngreinina vera í mikilli sókn. Hann leggur áherslu á samvinnu matreiðslumanna og kjötiðnaðarmanna og segir hana geta aukið vöruúrval þar sem viðskiptavinir eru alltaf að leita að spennandi nýjungum. Skemmtilegt og fróðlegt spjall um möguleikana í námi, starfi og keppnum.

Thursday Mar 03, 2022
Allt um sveinspróf með Svani K. Grjetarssyni formanni sveinsprófsnefndar í húsasmíði
Thursday Mar 03, 2022
Thursday Mar 03, 2022
Svanur Karl Grjetarsson framkvæmdastjóri Mótx er hér í fróðlegu spjalli við Ólaf Ástgeirsson sviðstjóra bygginga- og mannvirkjasviðs IÐUNNAR um sveinspróf. Svanur Karl er formaður sveinsprófsnefndar í húsasmíði og segir hér frá mikilvægum þáttum er varða prófið, undirbúning, framkvæmd og hvað hafa beri í huga þegar kemur að sveinsprófi. Þeir fara líka yfir hvaða möguleika nemi hefur ef tilskildum árangri í prófinu er ekki náð. Fróðlegt spjall í alla staði.

Friday Feb 25, 2022
Persónuvernd með Dóru Sif Tynes lögfræðingi hjá Advel lögmanni
Friday Feb 25, 2022
Friday Feb 25, 2022
Dóra Sif Tynes lögmaður er sérfræðingur í persónuvernd. Hér er hún í spjalli við Augnablik í iðnaði um persónuvernd í stafrænum heimi með fókusinn á GDPR. Við ræddum m.a. um hvers vegna GDPR er mikilvægt og hvernig innleiðingin hefur gengið síðust ár hjá íslenskum fyrirtækjum.

Friday Feb 18, 2022
Prentbransinn og fleiri spennandi verkefni með Birgi Jónssyni forstjóra Play
Friday Feb 18, 2022
Friday Feb 18, 2022
Birgir Jónsson forstjóri Play er prentari í grunninn. Hann sótti sér framhaldsmenntun í prentrekstrarfræði og telur að sú menntun hafi nýst sér mjög vel í þeim störfum sem hann hefur tekið sér fyrir hendi. „Ég er pönkari og segi því það sem þarf" segir Birgir í viðtalinu en hann hefur tekið að sér stór og flókin verkefni sem oft hafa reynt á. Birgir er einnig með skoðanir á prentun og prentiðnaðinum á Íslandi og úr þessu varð afar skemmtilegt spjall við Grím Kolbeinsson stjórnanda þáttarins.

Thursday Feb 10, 2022
Gas og gaslagnir með Þránni Sigurðssyni framkvæmdastjóra Gastec
Thursday Feb 10, 2022
Thursday Feb 10, 2022
Þráinn Sigurðsson er eigandi og framkvæmdastóri Gastec. Hann sérhæfir sig í flestu því sem tengist gasbúnaði, tengjum, gaslögnum og gasöryggi. Hér er hann í spjalli við Gústaf A. Hjaltason IWE og fagstjóra suðumála hjá IÐUNNI.

Friday Feb 04, 2022
Endurvinnsla bifreiða með Aðalheiði Jakobsen hjá Netpörtum
Friday Feb 04, 2022
Friday Feb 04, 2022
Aðalheiður Jacobsen er eigandi og framkvæmdastjóri Netparta. Fyrirtækið sérhæfir sig í endurvinnslu bifreiða með umhverfisvænum hætti og endurnýtingu bílaparta.

Thursday Jan 27, 2022
Evrópukeppni Bocuse d‘Or með Sigurjóni B. Geirssyni matreiðslumanni
Thursday Jan 27, 2022
Thursday Jan 27, 2022
Hér er rætt við Sigurjón Braga Geirsson matreiðslumann, en hann verður fulltrúi Íslands í Evrópukeppni Bocuse d‘Or í Búdapest núna í mars. Tíu efstu sætin í Evrópukeppninni ávinna sér rétt til að keppa í aðalkeppninni í Lyon árið 2023. Sigurjón býr yfir gríðarlegri reynslu sem fulltrúi í kokkalandsliði Íslands, keppandi og þjálfari. Hér er á ferðinni fróðlegt og skemmtilegt spjall um leiðina til Lyon.



