Hlaðvarp Iðunnar
Hlaðvarp Iðunnar er fyrir fagfólk í iðnaði og þá sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á sviði iðngreina. Tekin eru viðtöl við sérfræðinga, kennara og fólk úr atvinnulífinu sem miðla þekkingu sinni og vekja áhuga á möguleikum starfsmenntunar og framþróunar innan iðnaðarins.
Episodes

Friday Feb 25, 2022
Persónuvernd með Dóru Sif Tynes lögfræðingi hjá Advel lögmanni
Friday Feb 25, 2022
Friday Feb 25, 2022
Dóra Sif Tynes lögmaður er sérfræðingur í persónuvernd. Hér er hún í spjalli við Augnablik í iðnaði um persónuvernd í stafrænum heimi með fókusinn á GDPR. Við ræddum m.a. um hvers vegna GDPR er mikilvægt og hvernig innleiðingin hefur gengið síðust ár hjá íslenskum fyrirtækjum.

Friday Feb 18, 2022
Prentbransinn og fleiri spennandi verkefni með Birgi Jónssyni forstjóra Play
Friday Feb 18, 2022
Friday Feb 18, 2022
Birgir Jónsson forstjóri Play er prentari í grunninn. Hann sótti sér framhaldsmenntun í prentrekstrarfræði og telur að sú menntun hafi nýst sér mjög vel í þeim störfum sem hann hefur tekið sér fyrir hendi. „Ég er pönkari og segi því það sem þarf" segir Birgir í viðtalinu en hann hefur tekið að sér stór og flókin verkefni sem oft hafa reynt á. Birgir er einnig með skoðanir á prentun og prentiðnaðinum á Íslandi og úr þessu varð afar skemmtilegt spjall við Grím Kolbeinsson stjórnanda þáttarins.

Thursday Feb 10, 2022
Gas og gaslagnir með Þránni Sigurðssyni framkvæmdastjóra Gastec
Thursday Feb 10, 2022
Thursday Feb 10, 2022
Þráinn Sigurðsson er eigandi og framkvæmdastóri Gastec. Hann sérhæfir sig í flestu því sem tengist gasbúnaði, tengjum, gaslögnum og gasöryggi. Hér er hann í spjalli við Gústaf A. Hjaltason IWE og fagstjóra suðumála hjá IÐUNNI.

Friday Feb 04, 2022
Endurvinnsla bifreiða með Aðalheiði Jakobsen hjá Netpörtum
Friday Feb 04, 2022
Friday Feb 04, 2022
Aðalheiður Jacobsen er eigandi og framkvæmdastjóri Netparta. Fyrirtækið sérhæfir sig í endurvinnslu bifreiða með umhverfisvænum hætti og endurnýtingu bílaparta.

Thursday Jan 27, 2022
Evrópukeppni Bocuse d‘Or með Sigurjóni B. Geirssyni matreiðslumanni
Thursday Jan 27, 2022
Thursday Jan 27, 2022
Hér er rætt við Sigurjón Braga Geirsson matreiðslumann, en hann verður fulltrúi Íslands í Evrópukeppni Bocuse d‘Or í Búdapest núna í mars. Tíu efstu sætin í Evrópukeppninni ávinna sér rétt til að keppa í aðalkeppninni í Lyon árið 2023. Sigurjón býr yfir gríðarlegri reynslu sem fulltrúi í kokkalandsliði Íslands, keppandi og þjálfari. Hér er á ferðinni fróðlegt og skemmtilegt spjall um leiðina til Lyon.

Sunday Jan 23, 2022
Útgáfa og sala á ljósmyndabókum með Marteini Jónassyni
Sunday Jan 23, 2022
Sunday Jan 23, 2022
Útgáfa og sala á ljósmyndabókum með Marteini Jónassyni by IÐAN fræðsluetur

Thursday Jan 13, 2022
Thursday Jan 13, 2022
Guðmundur Ragnar Guðmundsson á og rekur prentsmiðjuna Prentmet Odda ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu Steinunni Ingjaldsdóttur. Þau hjónin hafa byggt upp fyrirtækið sem býður upp á fjölbreytta prentun og reka útibú á Selfossi og á Akureyri. Guðmundur segir mikil tækifæri liggja í umbúðaprentun og segir neytendur meðvitaða um umbúðir. Þá telur hann að bókaprentun muni ekki snúa aftur til Íslands í því formi sem hún var en segir tækifærin liggja í endurútgáfu í smærra upplagi. Skemmtilegt spjall um prentbransann á Íslandi í dag og hvernig það er að reka fyrirtæki á þeim vettvangi.

Thursday Jan 06, 2022
Talning á nýbyggingum með Friðriki Ólafssyni viðskiptastjóra hjá Samtökum iðnaðarins
Thursday Jan 06, 2022
Thursday Jan 06, 2022
Friðrik Ólafsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins, ræðir hér við Ólaf Ástgeirsson, sviðsstjóra hjá IÐUNNI um talningu á nýbyggingum og hvers vegna svo mikilvægt er að hafa slíka talningu rétta, sérstaklega með tilliti til fjármögnunar verka.