Hlaðvarp Iðunnar
Hlaðvarp Iðunnar er fyrir fagfólk í iðnaði og þá sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á sviði iðngreina. Tekin eru viðtöl við sérfræðinga, kennara og fólk úr atvinnulífinu sem miðla þekkingu sinni og vekja áhuga á möguleikum starfsmenntunar og framþróunar innan iðnaðarins.
Episodes

Wednesday May 07, 2025
Hlaðvarp Iðunnar - Stefnumót um símenntun
Wednesday May 07, 2025
Wednesday May 07, 2025
Velkomin í þennan sérstaka hlaðvarpsþátt sem var tekinn upp í Reykjavík í tengslum við undirbúningsheimsókn Nordplus. Að þessu sinni fengum við til liðs við okkur Bo Erik Strömback, Josefin Born Nilson, Martin Nielsen og Jytte Eikenes til að ræða framtíð símenntunar á Norðurlöndum.
Við veltum fyrir okkur nýjustu straumum og tækifærum í starfsþróun, áhrifum stafrænnar umbreytingar, hlutverki örviðurkenninga og leiðum til að efla norrænt samstarf á þessu sviði.

Wednesday May 07, 2025
Hlaðvarp Iðunnar – Ævintýri í Evrópu með Erasmus+
Wednesday May 07, 2025
Wednesday May 07, 2025
Ólöf Ólafsdóttir, konditor, og Andrea Ylfa Guðrúnardóttir, matreiðslunemi og framreiðslumeistari, spjalla um ástríðuna sína fyrir eftirréttum og hvernig Erasmus+ námsmannaskipti hafa hjálpað þeim að elta draumana.

Wednesday Jan 29, 2025
Prentást - Best að þróa vörur og þjónustu með viðskiptavininum
Wednesday Jan 29, 2025
Wednesday Jan 29, 2025
Best að þróa vörur og þjónustu með viðskiptavininum
„Að þróa og búa til vöru og þjónustu í samstarfi við viðskiptavininn er áhrifamesta markaðsstarf sem hægt er að vinna,“ segir Abel Sanchéz sérfræðingur hjá HP í spjalli við Kristjönu Guðbrandsdóttur leiðtoga prent- og miðlunarsviðs í nýjasta hlaðvarpi Iðunnar.
Abel er þrautreyndur sérfræðingu og með rúmlega 15 ára reynslu af fjárfestingum í hönnun og þróun vörumerkja.
Abel hélt fyrirlestur fyrir fullu húsi í Iðunni fræðslusetri um miðjan janúar í samstarfi prent- og miðlunarsviðs og PMT.
Fagfólk frá auglýsingastofum og prentsmiðjum sótti fyrirlesturinn sem fjallaði um nýjar leiðir í prentun til uppbyggingar á vörumerkjum og til að auka arðsemi markaðsherferða. Í þessu hlaðvarpi fer hann yfir það helsta sem hann fræddi gesti fyrirlestursins um.

Wednesday Jan 22, 2025
Bókaást - Fólk segist ekki nenna að eiga bækur á heimilinu
Wednesday Jan 22, 2025
Wednesday Jan 22, 2025
Bóksala er alltaf að dragast saman, forsendan fyrir því að bókamenning þrífist er að fólk kaupi bækur,“ segir Ragnheiður Jónsdóttir rithöfundur sem skaust fram á sjónarsviðið 2023 með frumraun sína Blóðmjólk og hlaut fyrir hana glæpasöguverðlaunin Svartfuglinn. Fyrir jól gaf hún út sína aðra bók; Svikaslóð sem hlaut afar góðar viðtökur. Ragnheiður kom í spjall til Kristjönu Guðbrandsdóttur í hlaðvarp Iðunnar, Bókaást og lýsti því vel hvernig er að vera nýgræðingur í stétt rithöfunda og því hvernig henni gekk að halda sér á floti í jólabókaflóðinu.
„Ég heyri svo oft að fólk nenni ekki að kaupa sér bækur. Heimilið fyllist af bókum. Ég er að hvetja fólk til að endurhugsa þetta,“ segir hún. „Við kaupum okkur ekki buxur sem við ætlum að eiga út ævina,“ tekur hún sem dæmi og segist hvetja fólk til að styðja við íslenskar bókmenntir með því að kaupa bækur og gefa þær hreinlega áfram ef það vill ekki eiga þær lengi.

Wednesday Dec 11, 2024
Bókaást - Bókabúðin er líka félagsmiðstöð og bar
Wednesday Dec 11, 2024
Wednesday Dec 11, 2024
Dögg Hjaltalín og Anna Lea Friðriksdóttir, eigendur Sölku útgáfu og bókabúðar á Hverfisgötu, áttu lausar örfáar mínútur til að spjalla við Kristjönu Guðbrandsdóttur í hlaðvarpinu Bókaást á milli þess sem þær vöktuðu skipasiglingar með jólabækur í símanum. „Líf bóksala er ekki á línulegum tíma,“ útskýrir Anna Lea. Þær Dögg og Anna Lea eru líkega með uppteknari bóksölum landsins. Þær ritstýra bókum og skrifa bækur, þýða bækur og halda myndlistarsýningar og námskeið í bókabúðinni. „Já og svo er bókabúðin líka bar!“ Segja þær og segja frá ævintýrum sínum og hvers vegna það eru engar líkur á því að bókabúðir hætti að vera til.

Friday Dec 06, 2024
Bókaást - Eru grafískir skandalar í jólabókaflóðinu? (Hlaðvarp)
Friday Dec 06, 2024
Friday Dec 06, 2024
Ólafur Stolzenwald sölu- og markaðsstjóri prentsmiðjunnar Litróf og Eyjólfur Jónsson umbrotsmaður skoða bækur jólabókaflóðsins með Kristjönu Guðbrandsdóttur með augum fagmanna í nýjasta þætti hlaðvarps Iðunnar- Bókaást. Hvaða bókakápur skara fram úr og af hverju? Hvaða tískustrauma er hægt að greina og hvaða reglur eru hönnuðir að leika sér að því að brjóta? Kiljur, saurblöð, vandað umbrot og stafræn prentun jólabóka koma til tals. Og síðast en ekki síst þarf að útkljá um það hvort einhverjir grafískir skandalar séu í jólabókaflóðinu í ár.

Thursday Dec 05, 2024
Bókaást - Bókin um Óla K
Thursday Dec 05, 2024
Thursday Dec 05, 2024
Ekki gera sér allir grein fyrir því hvað hönnun og umbrot bóka er persónulegt ferli. Kjartan Hreinsson grafískur hönnuður og ljósmyndari lýsir vinnu sinni við bókina Óli K sem mögnuðu ferðalagi. Ferðalagi sem hófst á táknrænan hátt á flugsýningu í Reykjavík þar sem Kjartan rakst á höfund bókarinnar, sagnfræðinginn Önnu Dröfn Ágústsdóttur. Brautryðjandinn og blaðaljósmyndarinn Óli K var nefnilega forfallinn flugáhugamaður og Kjartan var meira að segja í forláta flugmannsleðurjakka þegar þau Anna spjölluðu um þá hugmynd hennar að gera bók um hann. Nú er bókin komin út en í henni eru birtar hundrað fimmtíu og fimm myndir Óla K sem fanga íslenska sögu og mannlíf á áhrifamikinn hátt.

Friday Nov 01, 2024
Ólöf Ólafsdóttir Konditor og eftirréttameistari
Friday Nov 01, 2024
Friday Nov 01, 2024
Viðmælandinn að þessu sinni er Ólöf Ólafsdóttir, einn fremsti eftirréttakokkur landsins. Ólöf útskrifaðist sem Konditor frá ZBC Ringsted í Danmörk árið 2021 og sama ár bar hún sigur úr býtum í keppni um eftirrétt ársins. Ólöf fór með íslenska kokkalandsliðinu á Ólympíuleikana í Stuttgart í febrúar síðastliðnum þar sem liðið hlaut tvenn gullverðlaun og hafnaði í þriðja sæti. Ólöf gaf út bókina „Ómótstæðilegir eftirréttir“ árið 2023 en í dag starfar hún sem eftirréttakommur á veitingastaðnum Monkeys.